Handbolti

Hafþór: Fleiri sigurleikir framundan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Hafþór Einarsson, markvörður Aftureldingar, segir að það séu fleiri sigurleikir framundan hjá Mosfellingum þó svo að liðið hafi aðeins unnið einn leik af níu til þessa í N1-deild karla.

Afturelding lék í gær við topplið Akureyrar í Mosfellsbænum og tapaði naumlega, 25-24. Hafþór mætti þar sínum gömlu félögum en hann kom frá Akureyri fyrir tímabilið.

„Við tókum okkur saman í andlitinu eftir skituna á móti FH og girtum okkur í brók. En því miður vantaði þetta eina mark í lokin. Þetta var engu að síður fínn leikur hjá okkur og það sem koma skal," sagði Hafþór.

„Það er alltaf rosalega svekkjandi að tapa með einu marki og skiptir þá engu máli hvort maður er við toppinn eða botninn. Við tökum bara einn leik fyrir einu og næsti leikur er gegn Haukum. Allur kraftur fer í að einbeita sér að honum."

„Það er von á fleiri sigurleikjum frá okkur. Það er ekki spurning."

Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×