Körfubolti

Fannar Ólafsson: Átta troðslur hjá KR-liðinu í síðasta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR-liðsins.
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR-liðsins. Mynd/Daníel
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, er í viðtali á heimasíðu KR fyrir leik liðsins á móti Stjörnunni í Garðabæ í kvöld en með sigri getur KR-liðið stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. KR er með tveggja stiga forskot á Keflavík en getur náð aftur fjögurra stiga forskoti í kvöld þegar aðeins fjögur stig eru eftir í pottinum.

„Við erum fjórum stigum á undan næstu liðum og framhaldið er undir okkur komið. Við ætlum okkur að klára deildina sterkt, vinna fyrsta titil leiktíðarinnar og mér sýnist liðið vera að smella saman á réttum tíma. Heimavallarréttindin verða líklega gríðarlega mikilvæg í úrslitakeppninni þar sem deildin í ár er ein sú jafnasta sem að ég man eftir og þess vegna er mikilvægt að enda efstir," segir Fannar í viðtalinu.

Fannar talar um einvígi leikstjórnenda liðanna, Justin Shouse hjá Stjörnunni og Pavel Ermolinskij hjá KR. „Justin er prímusmótorinn í stjörnuliðinu og hefur hann verið að spila mjög vel í vetur en nú mætir hann Rússanum í liði KR og það verður gaman að sjá austrið og vestrið berjast," segir Fannar.

Fannar lofar líka áhorfendum skemmtun þegar þeir mæta á leiki liðsins. „Leikirnir verða mikil skemmtun enda spennan veruleg fyrir lokasprettinn. Ég held að ég geti fullyrt að fólk muni fá mikið fyrir peninginn sinn til dæmis voru átta troðslur í síðasta leik eða 40 mín af showtime eins og formaðurinn kallaði það," sagði Fannar en allt viðtalið við hann má finna hér.

Hér fyrir neðan eru síðan umræddar átta troðslur KR-ingar í sigrinum á Blikum í DHL-Höllinni á dögunum.

05:19, 13:4 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Pavel Ermolinskij)

06:38, 19:6 - Morgan Lewis (Stoðsending: Darri Hilmarsson)

10:00, 29:10 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Engin)

23:02, 58:36 - Jón Orri Kristjánsson (Stoðsending: Skarphéðinn Ingason)

30:31, 73:54 - Morgan Lewis (Stoðsending: Engin)

33:14, 81:59 - Fannar Ólafsson (Stoðsending: Pavel Ermolinskij)

34:14, 83:59 - Pavel Ermolinskij (Stoðsending: Engin)

39:32, 94:69 - Brynjar Þór Björnsson (Stoðsending: Steinar Kaldal)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×