Einkavædd heilbrigðisþjónusta er óhagkvæm 19. febrúar 2010 06:00 Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar kveðst hafa miklar væntingar um fjárhagslegan ávinning og atvinnusköpun vegna nýs einkarekins sjúkrahúss á Suðurnesjum á vegum fjármálamannsins Róberts Wessman. Er talað um að sjúklingar geti orðið allt að 1000 á fyrsta ári starfseminnar, störf sem skapist í tengslum við verkefnið nemi um 300 og heildartekjur af starfseminni geti orðið 3,5 milljarðar á ári. Okkur er kynnt þetta sem nýsköpun, framlag einkageirans til atvinnuuppbyggingar, nánast fundið fé. Heilbrigðisþjónusta fyrir efnafólk@Megin-Ol Idag 8,3p :Ekki er það sannfærandi í mínum huga að nýtt einkasjúkrahús á vegum fyrirtækis Róberts Wessman og félaga myndi ekki koma til með að seilast ofan í vasa skattborgarans eins og reynt er að láta í veðri vaka. Vissulega er til í dæminu að þróa hér á landi hreinræktaðan einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni eins og þekkist í Bandaríkjunum og víða um heim. Í Taílandi og á Suðurhafseyjum hefur í seinni tíð verið að eflast rekstur þar sem gert er út á fjölþjóðlegan markað efnafólks og einstaklinga sem njóta einkatrygginga. Gert út á skattborgarann@Megin-Ol Idag 8,3p :Einkavæðingin í Evrópu er af nokkuð öðrum toga. Í Evrópu hugsa fjárfestar vissulega gott til glóðarinnar þessa dagana því þar sjá menn fram á að „markaðir" kunni að opnast með tilskipunum ESB um verslun á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Í þessu tilviki er það þó hið opinbera sem ætlast er til að borgi brúsann en ekki efnafólkið beint úr eigin vasa eða með milligöngu einkatrygginga. Innan Evrópusambandsins er þetta afar umdeilt og þá ekki síst á Norðurlöndum þar sem margir líta á þessa þróun sem ógn við almannarekna heilbrigðisþjónustu. Það sem hér skiptir máli er að menn geri sér glögga grein fyrir því að hér er um að ræða útgerð þar sem aflamiðin eru vasi skattborgarans. Á Íslandi hefur ríkt sátt@Megin-Ol Idag 8,3p :Hér á landi höfum við búið við sambland almannaþjónustu og einkareksturs sem fjármagnaður er úr almannatryggingum, það er að segja með skattfé okkar. Um þessa blöndu hefur verið bærileg sátt þótt margir hafi af því áhyggjur að landamærin hafi færst um of í markaðsátt. En markalínur hafa verið skýrar. Þannig hefur sú regla verið við lýði að læknar eru annaðhvort á samningi við ríkið eða ekki. Landamærin á milli hreinræktaðs einkareksturs og „einka"reksturs sem fjármagnaður er af hinu opinbera hafa verið nokkuð ljós. En hversu skýr verða þau í framtíðinni? Fjárfestar í nýjum sjúkrahúsum tala um að flytja inn sérfræðinga til landsins og jafnframt nýta starfskrafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga hér á landi. Sú spurning sem vaknar er þá þessi: Munu íslenskir sjúklingar leita inn á hina nýju einkaspítala og krefjast hlutdeildar hins opinbera í kostnaði? Liggur þetta í hugmyndinni? Munu sjálfstætt starfandi læknar vilja fá hið besta af báðum heimum, starfa á einkaspítala en jafnframt fá greiðslur frá hinu opinbera í gegnum sjúkratryggingar? Hér gilda ekki eingöngu yfirlýsingar um ásetning manna því við verðum í alvöru að velta því fyrir okkur hvaða þrýstingur verður uppi þegar nýr einkarekinn veruleiki lítur dagsins ljós. Hugsum áður en við framkvæmum@Megin-Ol Idag 8,3p :Um er að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda, almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða gæti nefnilega skapast á aðhalds- og niðurskurðartímum, að til varnar almannaþjónustunni yrði nauðsynlegt að draga úr framlagi hins opinbera til einstaklinga sem í dag starfa sjálfstætt og þar með raska þeirri blöndu sem við búum við. Þannig gætu áform um stóraukinn einkarekstur snúist upp í andhverfu sína - atlögu að sjálfstætt starfandi sérfræðingum sem hingað til hefur verið sátt um. Nú þarf að hugsa alla hluti til enda. Stórkallalegar bisnesshugmyndir með fyrirheitum um blóm í haga hafa áður reynst fallvaltar. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar kveðst hafa miklar væntingar um fjárhagslegan ávinning og atvinnusköpun vegna nýs einkarekins sjúkrahúss á Suðurnesjum á vegum fjármálamannsins Róberts Wessman. Er talað um að sjúklingar geti orðið allt að 1000 á fyrsta ári starfseminnar, störf sem skapist í tengslum við verkefnið nemi um 300 og heildartekjur af starfseminni geti orðið 3,5 milljarðar á ári. Okkur er kynnt þetta sem nýsköpun, framlag einkageirans til atvinnuuppbyggingar, nánast fundið fé. Heilbrigðisþjónusta fyrir efnafólk@Megin-Ol Idag 8,3p :Ekki er það sannfærandi í mínum huga að nýtt einkasjúkrahús á vegum fyrirtækis Róberts Wessman og félaga myndi ekki koma til með að seilast ofan í vasa skattborgarans eins og reynt er að láta í veðri vaka. Vissulega er til í dæminu að þróa hér á landi hreinræktaðan einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni eins og þekkist í Bandaríkjunum og víða um heim. Í Taílandi og á Suðurhafseyjum hefur í seinni tíð verið að eflast rekstur þar sem gert er út á fjölþjóðlegan markað efnafólks og einstaklinga sem njóta einkatrygginga. Gert út á skattborgarann@Megin-Ol Idag 8,3p :Einkavæðingin í Evrópu er af nokkuð öðrum toga. Í Evrópu hugsa fjárfestar vissulega gott til glóðarinnar þessa dagana því þar sjá menn fram á að „markaðir" kunni að opnast með tilskipunum ESB um verslun á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Í þessu tilviki er það þó hið opinbera sem ætlast er til að borgi brúsann en ekki efnafólkið beint úr eigin vasa eða með milligöngu einkatrygginga. Innan Evrópusambandsins er þetta afar umdeilt og þá ekki síst á Norðurlöndum þar sem margir líta á þessa þróun sem ógn við almannarekna heilbrigðisþjónustu. Það sem hér skiptir máli er að menn geri sér glögga grein fyrir því að hér er um að ræða útgerð þar sem aflamiðin eru vasi skattborgarans. Á Íslandi hefur ríkt sátt@Megin-Ol Idag 8,3p :Hér á landi höfum við búið við sambland almannaþjónustu og einkareksturs sem fjármagnaður er úr almannatryggingum, það er að segja með skattfé okkar. Um þessa blöndu hefur verið bærileg sátt þótt margir hafi af því áhyggjur að landamærin hafi færst um of í markaðsátt. En markalínur hafa verið skýrar. Þannig hefur sú regla verið við lýði að læknar eru annaðhvort á samningi við ríkið eða ekki. Landamærin á milli hreinræktaðs einkareksturs og „einka"reksturs sem fjármagnaður er af hinu opinbera hafa verið nokkuð ljós. En hversu skýr verða þau í framtíðinni? Fjárfestar í nýjum sjúkrahúsum tala um að flytja inn sérfræðinga til landsins og jafnframt nýta starfskrafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga hér á landi. Sú spurning sem vaknar er þá þessi: Munu íslenskir sjúklingar leita inn á hina nýju einkaspítala og krefjast hlutdeildar hins opinbera í kostnaði? Liggur þetta í hugmyndinni? Munu sjálfstætt starfandi læknar vilja fá hið besta af báðum heimum, starfa á einkaspítala en jafnframt fá greiðslur frá hinu opinbera í gegnum sjúkratryggingar? Hér gilda ekki eingöngu yfirlýsingar um ásetning manna því við verðum í alvöru að velta því fyrir okkur hvaða þrýstingur verður uppi þegar nýr einkarekinn veruleiki lítur dagsins ljós. Hugsum áður en við framkvæmum@Megin-Ol Idag 8,3p :Um er að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda, almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða gæti nefnilega skapast á aðhalds- og niðurskurðartímum, að til varnar almannaþjónustunni yrði nauðsynlegt að draga úr framlagi hins opinbera til einstaklinga sem í dag starfa sjálfstætt og þar með raska þeirri blöndu sem við búum við. Þannig gætu áform um stóraukinn einkarekstur snúist upp í andhverfu sína - atlögu að sjálfstætt starfandi sérfræðingum sem hingað til hefur verið sátt um. Nú þarf að hugsa alla hluti til enda. Stórkallalegar bisnesshugmyndir með fyrirheitum um blóm í haga hafa áður reynst fallvaltar. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun