Breytingar innanfrá betri en kynjakvóti magnusl@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 03:00 Katrín Helga Hallgrímsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. Samkvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breytingum frá upphaflegum drögum. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálfsögðu,“ sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokkurinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkurinn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkurinn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafnréttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttisstefnu horfist Sjálfstæðisflokkurinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji að raunverulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundarfulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti jafnréttisstefnu á landsfundi sínum um helgina. Hart var tekist á um stefnuna á fundinum og tók hún ýmsum breytingum. Samkvæmt stefnunni er það markmið Sjálfstæðisflokksins að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kynferði, aldri, trú og stöðu. Hart var tekist á um stefnuna á landsfundinum og tók hún þó nokkrum breytingum frá upphaflegum drögum. „Ég er mjög ánægð með það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrsta sinn sett fram jafnréttisstefnu, að sjálfsögðu,“ sagði Katrín Helga Hallgrímsdóttir, sem leiddi starf vinnuhópsins sem bjó til þau drög að jafnréttisstefnu sem lögð voru fyrir landsfundinn. „Að því er ég best veit erum við fyrsti flokkurinn, sennilega á Íslandi og ef ekki þá fyrsti hægri flokkurinn á Norðurlöndunum til þess að setja sér jafnréttisstefnu. Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir flokkinn, innra starf hans og flokksmenn, að vita að þetta séu áherslurnar sem flokkurinn vill hafa að leiðarljósi í sínu starfi.“ Í greinargerð sem fylgir jafnréttisstefnunni kemur fram að með því að setja sér jafnréttisstefnu horfist Sjálfstæðisflokkurinn í augu við það að staða kvenna og karla í flokkum sé ekki jöfn. Að auki er þar tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna verði náð með kynjakvótum og auk þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji að raunverulegum breytingum í þessum efnum verði ekki náð nema með breytingum innan frá. Skiptar skoðanir voru um efni stefnunnar á landsfundinum og tóku sjö konur og fjórir karlar til máls í umræðum um hana. Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sagði drögin sem lögð voru fyrir fundinn hófleg en Ólafur Hannesson landsfundarfulltrúi reif blað sem drögin voru prentuð á og lýsti þannig skoðun sinni á þeim. Lagðar voru fram þó nokkrar breytingartillögur og voru sumar þeirra samþykktar. Spurð um þær breytingar sem urðu á stefnunni sagði Katrín Helga: „Auðvitað hefði ég frekar viljað sjá stefnuna fara óbreytta í gegn en ég átti svo sem ekki von á því,“ og bætti því síðan við að hún hefði viljað sjá stefnuna afdráttarlausari í sambandi við jafnrétti kynjanna.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Sjá meira