Árangur meistarastjórans undir væntingum 21. maí 2010 11:11 Michael Schumacher og Ross Brawn unnu sjö meistaratitila með Benetton og Ferrari, en hafa ekki náð að landa sigri enn sem komið er með Mercedes. Mynd: Getty Images Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn. Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Michael Schumacher varð í sjötta sæti á Mercedes í Mónakó og Nico Rosberg varð áttundi á samskonar bíl. "Árangurinn í Mónakó olli liðinu vonbrigðum og við náðum ekki að sýna hva í okkur býr. Við vorum með áreiðanlegan og samkeppnisfæran bíl, sem var fljótastur á köflum í mótinu, en við náðum ekki tilsettum árangri", sagði Ross Brawn hjá Mercedes um gengið í síðasta móti í fréttaskeyti liðsins. "Það er samt hvetjandi að við höfum tekið framförum í tveimur síðustu mótum og fundið út veikleika, sem við erum að bæta. Við erum með meiriháttar viðbætur við bílinn í komandi mótum, sem eru tilkomnar vegna mikillar vinnu starfsmanna okkar að undanförnu." Mercedes mætir á ný með bíl með lengra hjólhaf, sem var notaður i Barcelona á dögunum, en ekki í Mónakó. Þá mætir liðið með breytta yfirbyggingu og svokallaði "F-Duct", sem er búnaður sem gaf McLaren forskot hvað varðar loftflæði á hámarkshraða, en nú mætir Mercedes með samskonar búnað til að jafna stöðuna. "Það er löng leið framundan til að ná þeirri samkeppnisstöðu sem við viljum vera í, en mót frá móti vonast ég til að ná settu markmiði", sagði Brawn.
Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira