Schumacher segir gagnrýni á sig hluta af skemmtanabransanum 25. júní 2010 10:48 Michael Schumacher er í toppformi og tekur ekki gagnrýni sjónvarpsmanna BBC nærri sér. Mynd: Getty Images Michael Schumacher kveðst ekki taka mikið mark á gagnrýni á getu hans, sem fram hefur komið og í frétt á autosport.com ert tiltekið sérstaklega umræða sem Martin Brundle og Eddie Jordan komu af stað með umælum í sjónvarpsútsendingum á BBC sem þeir starfa við. Þeir gagnrýndu frammistöðu hans í síðasta móti í Kanada. "Ég tek þá ekki alvarlega, Formúla 1 er margþætt og eitt af því er að þetta er skemmtanabransi líka. Ég tek því gagnrýninni ekki alvarlega, þetta er hluti af leiknum og að væla yfir mér vekur athygli, sem er kannski gert vitandi vits. Það væri betra að vera laus við það, eða að heyra á því og þurfa að svara spurningu um það. En svona lítur þetta út í mínum huga", sagði Schumacher í fréttinni. Schumacher segir þó að hann hefði mögulega geta staðið sig betur það sem af er. "Já. Ég hefði gert mistök og hefði getað gert betur á sumum sviðum, en á heildina litið þá er ég ekki viss um að það séu margir 41 árs menn sem hefðu getað mætt í slaginn eftir þriggja ára hlé og keppt. Ég hef ekki tapað þekkingu minni. Ég veit hvað ég er að gera og geri mitt besta. Þegar ég vann 91 mót, þá var ég alltaf að hugsa um að bæta mig og geri það enn." Schumacher segir að helsta vandamál sitt sé að skilja dekkin, sem eru annarskonar en þegar hann keppti á sínum tíma. "Stærsta málið er að ná tökum á dekkjunum og skilja virkni þeirra. Það hefur ekki tekist sem skyldi í tímatökum. Dekkin er ólík því sem ég var að fást við, en það eru allir í vandræðum. Þetta hefur komið okkur á óvart og við lentum sérstaklega í þessu í Kanada, en þetta hefur verið helsta vandmál Mercedes liðsins á árinu", sagði Schumacher. Schumacher náði áttunda besta tíma á æfingum í Valencia í morgun, en félagi hans Nico Rosberg á Mercedes reyndist fljótastur. Schumacher var 1.1 sekúndu á eftir honum. en Rosberg náði besta tíma eftir að hafa prófað búnað sem bætir loftflæði á afturvæng bílsins. Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher kveðst ekki taka mikið mark á gagnrýni á getu hans, sem fram hefur komið og í frétt á autosport.com ert tiltekið sérstaklega umræða sem Martin Brundle og Eddie Jordan komu af stað með umælum í sjónvarpsútsendingum á BBC sem þeir starfa við. Þeir gagnrýndu frammistöðu hans í síðasta móti í Kanada. "Ég tek þá ekki alvarlega, Formúla 1 er margþætt og eitt af því er að þetta er skemmtanabransi líka. Ég tek því gagnrýninni ekki alvarlega, þetta er hluti af leiknum og að væla yfir mér vekur athygli, sem er kannski gert vitandi vits. Það væri betra að vera laus við það, eða að heyra á því og þurfa að svara spurningu um það. En svona lítur þetta út í mínum huga", sagði Schumacher í fréttinni. Schumacher segir þó að hann hefði mögulega geta staðið sig betur það sem af er. "Já. Ég hefði gert mistök og hefði getað gert betur á sumum sviðum, en á heildina litið þá er ég ekki viss um að það séu margir 41 árs menn sem hefðu getað mætt í slaginn eftir þriggja ára hlé og keppt. Ég hef ekki tapað þekkingu minni. Ég veit hvað ég er að gera og geri mitt besta. Þegar ég vann 91 mót, þá var ég alltaf að hugsa um að bæta mig og geri það enn." Schumacher segir að helsta vandamál sitt sé að skilja dekkin, sem eru annarskonar en þegar hann keppti á sínum tíma. "Stærsta málið er að ná tökum á dekkjunum og skilja virkni þeirra. Það hefur ekki tekist sem skyldi í tímatökum. Dekkin er ólík því sem ég var að fást við, en það eru allir í vandræðum. Þetta hefur komið okkur á óvart og við lentum sérstaklega í þessu í Kanada, en þetta hefur verið helsta vandmál Mercedes liðsins á árinu", sagði Schumacher. Schumacher náði áttunda besta tíma á æfingum í Valencia í morgun, en félagi hans Nico Rosberg á Mercedes reyndist fljótastur. Schumacher var 1.1 sekúndu á eftir honum. en Rosberg náði besta tíma eftir að hafa prófað búnað sem bætir loftflæði á afturvæng bílsins.
Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira