Vettel: Frábær úrslit fyrir liðið 27. mars 2010 16:14 Mark Webber og Sebastian Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna, en þeir aka báðir hjá Red Bull. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel. Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel.
Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira