Körfubolti

Friðrik: Eitt hænufet í einu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var ánægður með sína menn sem náðu í bæði stigin gegn Stjörnunni í kvöld.

„Við vorum að leika gegn þrusufínu liði sem er komið með nýjan mann sem styrkir þá gríðarlega undir körfunni. Þeir sköpuðu okkur töluverð vandræði og við erum mjög ánægðir með stigin tvö," sagði Friðrik Ragnarsson og var að tala um serbneska miðherjann Djorde Pantelic sem kominn er í raðir Stjörnunnar.

„Við töluðum um það fyrir leikinn að það er alltaf erfitt að koma í svona leik eftir bikarúrslitaleik. Það skiptir þá ekki máli hvort maður hefur tapað eða unnið, annað hvort ertu langt niðri eða hátt uppi. Hugarfarið var fínt og við börðumst," sagði Friðrik.

„Það er hörkudagskrá hjá okkur núna. Við vorum að spila gegn hörkuliði í kvöld og spilum gegn ekki síðra liði næst, Keflavík. Við ætlum að reyna að þoka okkur eins langt upp töfluna og við getum en það er bara eitt hænufet í einu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×