NBA: Chicago vann Lakers og Miami búið að vinna sjö í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2010 11:00 Derrick Rose átti frábæran leik. Mynd/AP Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann sigur á meisturum Los Angeles Lakers, Miami vann sinn sjöunda leik í röð og það gerði New York Knicks líka. San Antonio Spurs heldur áfram að vinna en það gengur ekkert hjá Orlando Magic þessa daganna. Maður næturinnar var þó George Karl sem stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Derrick Rose fór á kostum í 88-84 sigri Chicago Bulls á meisturum Los Angeles Lakers sem voru þó nærri því búnir að vinna upp forskot Chicago undir lokin. Rose var með 29 stig og 9 stoðsendingar í fjórða sigri Chicago í röð. Kyle Korver kom með 13 stig inn af bekknum, Luol Deng skoraði 14 stig og Carlos Boozer var með 10 stig og 11 fráköst. Kobe Bryant skoraði 23 stig en hitti aðeins úr 9 af 23 skotum sínum. Pau Gasol skoraði 21 stig og Lamar Odom var með 18 stig en liðið fékk aðeins 13 stig af bekknum. Þetta var fyrsti sigur Chicago á Lakers í næstum því fjögur ár.Dwyane Wade var með 34 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í öruggum 106-84 sigri Miami Heat á Golden State Warriors. Þetta var sjöundi sigurleikur Miami-liðsins í röð og liðið er búið að vinna þá alla með tíu stigum að meira sem er félagsmet. LeBron James var með 25 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst og Chris Bosh bætti við 16 stigum. Monta Ellis var með 20 stig og 7 stoðsendingar í sjötta tapi Golden State í röð. George Karl.Mynd/AP Amare Stoudemire og New York Knicks liðið eru enn í stuði. Amare Stoudemire skoraði 36 stig og tók 10 fráköst þegar New York vann 101-95 sigur á Washington Wizards. Þetta var sjöundi sigur Knicks-liðsins í röð og Stoudemire skoraði 30 stig eða meira í þeim öllum. Það er aðeins einn annar New York leikmaður sem hefur náð að brjóta 30 stiga múrinn í sjö leikjum í röð og sá heitir Willie Naulls og gerði það árið 1962. Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 20 stig.Al Harrington skoraði 31 stig og Nene var með 26 stig þegar Denver Nuggets vann 123-116 sigur á Toronto Raptors. George Karl, þjálfari Denver, varð þannig sjöundi þjálfarinn til þess að vinna 1000 deildarleiki. Chauncey Billups var með 21 stig fyrir Denver og Gary Forbes kom inn fyrir Carmelo Anthony og skoraði 15 stig. Linas Kleiza var með 26 stig og 12 fráköst og Andrea Bargnani bætti við 24 stigum í fjórða tapleik Toronto í röð.Russell Westbrook var með 29 stig og 10 stoðsendingar og Kevin Durant skoraði 25 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 97-92 sigur á New Orleans Hornets. Serge Ibaka var með 19 stig og 9 fráköst og Jeff Green skoraði 13 stig fyrir Oklahoma City sem komst upp fyrir New Orleans með þessum sigri. David West var með 24 stig, 13 fráköst og 4 stolna bolta fyrir New Orleans en Chris Paul var með 18 stig og 5 stolna bolta. Deron Williams.Mynd/AP Richard Jefferson og Manu Ginobili voru báðir með 18 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-92 sigur á Atlanta Hawks. Tony Parker skoraði 17 stig í fjórða sigurleik San Antonio í röð og DeJuan Blair var með 16 stig og 12 fráköst. Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir Atlanta.Marcus Camby skoraði 16 stig og tók 18 fráköst og Brandon Roy var með 26 stig þegar Portland Trail Blazers vann 101-94 sigur á Phoenix Suns. LaMarcus Aldridge var með 23 stig og Wesley Matthews skoraði 14 af 16 stigum sínum í fyrri hálfleik í fjórða sigri Portland í röð. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix og Grant Hill var með 17 stig.Deron Williams var með 32 stig og 9 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 117-105 sigur á Orlando Magic. CJ Miles var með 19 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta, Paul Millsap var með 22 stig og Andrei Kirilenko skoraði 17 stig. Jameer Nelson var með 19 stig fyrir Orlando, Brandon Bass skoraði 18 stig og Vince Carter var með 17 stig.Andrew Bogut.Mynd/APKevin Love var með 27 stig og 18 fráköst og Darko Milicic varði 7 skot þegar Minnesota Timberwolves vann 109-99 sigur á Detroit Pistons. Luke Ridnour var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sjötta sigri Timberwolves á tímabilinu. Richard Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit.Andrew Bogut var með tröllatvennu (24 stig, 22 fráköst og 5 varin skot) í 97-91 sigri Milwaukee Bucks á Houston Rockets. Bogut er með 20,8 stig og 16 fráköst að meðaltali í síðustu fjórum leikjum og liðið hefur unnið þrjá þeirra. Kevin Martin skoraði 23 stig fyrir Houston.Danny Granger skoraði 18 stig, Brandon Rush var með 16 stig, Mike Dunleavy var með 15 stig og Roy Hibbert skoraði 13 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 100-92 sigri Indiana Pacers á Charlotte Bobcats. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APIndiana Pacers-Charlotte Bobcats 100-92 Toronto Raptors-Denver Nuggets 116-123 Washington Wizards-New York Knicks 95-101 Chicago Bulls-Los Angeles Lakers 88-84 Minnesota Timberwolves-Detroit Pistons 109-99 New Orleans Hornets-Oklahoma City Thunder 92-97 Milwaukee Bucks-Houston Rockets 97-91 San Antonio Spurs-Atlanta Hawks 108-92 Phoenix Suns-Portland Trail Blazers 94-101 Utah Jazz-Orlando Magic 117-105 Golden State Warriors-Miami Heat 84-106 NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann sigur á meisturum Los Angeles Lakers, Miami vann sinn sjöunda leik í röð og það gerði New York Knicks líka. San Antonio Spurs heldur áfram að vinna en það gengur ekkert hjá Orlando Magic þessa daganna. Maður næturinnar var þó George Karl sem stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Derrick Rose fór á kostum í 88-84 sigri Chicago Bulls á meisturum Los Angeles Lakers sem voru þó nærri því búnir að vinna upp forskot Chicago undir lokin. Rose var með 29 stig og 9 stoðsendingar í fjórða sigri Chicago í röð. Kyle Korver kom með 13 stig inn af bekknum, Luol Deng skoraði 14 stig og Carlos Boozer var með 10 stig og 11 fráköst. Kobe Bryant skoraði 23 stig en hitti aðeins úr 9 af 23 skotum sínum. Pau Gasol skoraði 21 stig og Lamar Odom var með 18 stig en liðið fékk aðeins 13 stig af bekknum. Þetta var fyrsti sigur Chicago á Lakers í næstum því fjögur ár.Dwyane Wade var með 34 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í öruggum 106-84 sigri Miami Heat á Golden State Warriors. Þetta var sjöundi sigurleikur Miami-liðsins í röð og liðið er búið að vinna þá alla með tíu stigum að meira sem er félagsmet. LeBron James var með 25 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst og Chris Bosh bætti við 16 stigum. Monta Ellis var með 20 stig og 7 stoðsendingar í sjötta tapi Golden State í röð. George Karl.Mynd/AP Amare Stoudemire og New York Knicks liðið eru enn í stuði. Amare Stoudemire skoraði 36 stig og tók 10 fráköst þegar New York vann 101-95 sigur á Washington Wizards. Þetta var sjöundi sigur Knicks-liðsins í röð og Stoudemire skoraði 30 stig eða meira í þeim öllum. Það er aðeins einn annar New York leikmaður sem hefur náð að brjóta 30 stiga múrinn í sjö leikjum í röð og sá heitir Willie Naulls og gerði það árið 1962. Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 20 stig.Al Harrington skoraði 31 stig og Nene var með 26 stig þegar Denver Nuggets vann 123-116 sigur á Toronto Raptors. George Karl, þjálfari Denver, varð þannig sjöundi þjálfarinn til þess að vinna 1000 deildarleiki. Chauncey Billups var með 21 stig fyrir Denver og Gary Forbes kom inn fyrir Carmelo Anthony og skoraði 15 stig. Linas Kleiza var með 26 stig og 12 fráköst og Andrea Bargnani bætti við 24 stigum í fjórða tapleik Toronto í röð.Russell Westbrook var með 29 stig og 10 stoðsendingar og Kevin Durant skoraði 25 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 97-92 sigur á New Orleans Hornets. Serge Ibaka var með 19 stig og 9 fráköst og Jeff Green skoraði 13 stig fyrir Oklahoma City sem komst upp fyrir New Orleans með þessum sigri. David West var með 24 stig, 13 fráköst og 4 stolna bolta fyrir New Orleans en Chris Paul var með 18 stig og 5 stolna bolta. Deron Williams.Mynd/AP Richard Jefferson og Manu Ginobili voru báðir með 18 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-92 sigur á Atlanta Hawks. Tony Parker skoraði 17 stig í fjórða sigurleik San Antonio í röð og DeJuan Blair var með 16 stig og 12 fráköst. Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir Atlanta.Marcus Camby skoraði 16 stig og tók 18 fráköst og Brandon Roy var með 26 stig þegar Portland Trail Blazers vann 101-94 sigur á Phoenix Suns. LaMarcus Aldridge var með 23 stig og Wesley Matthews skoraði 14 af 16 stigum sínum í fyrri hálfleik í fjórða sigri Portland í röð. Steve Nash skoraði 24 stig fyrir Phoenix og Grant Hill var með 17 stig.Deron Williams var með 32 stig og 9 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 117-105 sigur á Orlando Magic. CJ Miles var með 19 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta, Paul Millsap var með 22 stig og Andrei Kirilenko skoraði 17 stig. Jameer Nelson var með 19 stig fyrir Orlando, Brandon Bass skoraði 18 stig og Vince Carter var með 17 stig.Andrew Bogut.Mynd/APKevin Love var með 27 stig og 18 fráköst og Darko Milicic varði 7 skot þegar Minnesota Timberwolves vann 109-99 sigur á Detroit Pistons. Luke Ridnour var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sjötta sigri Timberwolves á tímabilinu. Richard Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit.Andrew Bogut var með tröllatvennu (24 stig, 22 fráköst og 5 varin skot) í 97-91 sigri Milwaukee Bucks á Houston Rockets. Bogut er með 20,8 stig og 16 fráköst að meðaltali í síðustu fjórum leikjum og liðið hefur unnið þrjá þeirra. Kevin Martin skoraði 23 stig fyrir Houston.Danny Granger skoraði 18 stig, Brandon Rush var með 16 stig, Mike Dunleavy var með 15 stig og Roy Hibbert skoraði 13 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 100-92 sigri Indiana Pacers á Charlotte Bobcats. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APIndiana Pacers-Charlotte Bobcats 100-92 Toronto Raptors-Denver Nuggets 116-123 Washington Wizards-New York Knicks 95-101 Chicago Bulls-Los Angeles Lakers 88-84 Minnesota Timberwolves-Detroit Pistons 109-99 New Orleans Hornets-Oklahoma City Thunder 92-97 Milwaukee Bucks-Houston Rockets 97-91 San Antonio Spurs-Atlanta Hawks 108-92 Phoenix Suns-Portland Trail Blazers 94-101 Utah Jazz-Orlando Magic 117-105 Golden State Warriors-Miami Heat 84-106
NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira