Systir Hannesar: Gunnar vissi nákvæmlega hvað hann var að gera 19. nóvember 2010 18:58 „Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. Málið hófst formlega fyrir dómstólum þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Gunnar sem ákærður er í málinu játaði verknaðinn. Gæsluvarðhald yfir honum var einnig framlengt um fjórar vikur. Andrúmsloftið í héraðsdómi var rafmagnað þegar Gunnar Rúnar gekk í dómssalinn. Systur Hannesar heitins sátu á fremsta bekki og hlustuðu á hann játa verknaðinn, eins og honum er lýst í ákæru. Þar kemur fram að Gunnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. Verjandi Gunnars fór fram á að þinghald yrði lokað við aðalmeðferð málsins og vitnað þar í grein laga sem heimilar dómara að loka þinghöldum. Hún segir ljóst að viðkæmvar upplýsingar eigi eftir að koma fram meðal annars hjá geðlæknum. Fyrst og fremst sé verið að hugsa um Gunnar sjálfan og ekki síst fjölskyldu hans. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 27. ágúst og segist Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans, búast við mjög erfiðum réttarhöldum. „Hann hefur það náttúrulega ekki gott, sem eðlilegt er," segir Guðrún Sesselja. Saksóknari mótmælti ekki kröfunni um lokað þinghald og það eru systur Hannesar mjög ósáttar með. „Ég vil náttúrulega hafa þinghaldið opið eins og þinghöld eiga að vera. Ég get ekki skilið það að það sé verið að hlífa sakborningi og fjölskyldu hans en ekki minni fjölskyldu. Ég er systir Hannesar og ég þoli alveg að hafa opið réttarhald," segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar. „Sakborningur valdi sér þetta. Ég valdi þetta ekki, né Hannes bróðir minn þannig að mér finnst mjög skrýtið að saksóknari mótmæli ekki einu sinni lokuðu réttarhaldi." Aðspurð segir Kristín að sér hafi liðið mjög illa að sjá Gunnar ganga inn í réttarsalinn í dag. „Ég get ekki séð að neitt sé að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það. Þess vegna eiga að vera opin réttarhöld. Við búum ennþá á Íslandi." Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það," segir systir Hannesar Þórs Helgasonar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem í dag játaði fyrir dómara að hafa myrt Hannes á hrottafenginn hátt. Andrúmsloftið var vægast sagt rafmagnað við þingfestingu málsins í héraðsdómi. Málið hófst formlega fyrir dómstólum þegar það var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Gunnar sem ákærður er í málinu játaði verknaðinn. Gæsluvarðhald yfir honum var einnig framlengt um fjórar vikur. Andrúmsloftið í héraðsdómi var rafmagnað þegar Gunnar Rúnar gekk í dómssalinn. Systur Hannesar heitins sátu á fremsta bekki og hlustuðu á hann játa verknaðinn, eins og honum er lýst í ákæru. Þar kemur fram að Gunnar hafi banað Hannesi með því að stinga hann ítrekað með hnífi í brjóst, bak, háls, andlit, handleggi og hendur. Verjandi Gunnars fór fram á að þinghald yrði lokað við aðalmeðferð málsins og vitnað þar í grein laga sem heimilar dómara að loka þinghöldum. Hún segir ljóst að viðkæmvar upplýsingar eigi eftir að koma fram meðal annars hjá geðlæknum. Fyrst og fremst sé verið að hugsa um Gunnar sjálfan og ekki síst fjölskyldu hans. Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 27. ágúst og segist Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi hans, búast við mjög erfiðum réttarhöldum. „Hann hefur það náttúrulega ekki gott, sem eðlilegt er," segir Guðrún Sesselja. Saksóknari mótmælti ekki kröfunni um lokað þinghald og það eru systur Hannesar mjög ósáttar með. „Ég vil náttúrulega hafa þinghaldið opið eins og þinghöld eiga að vera. Ég get ekki skilið það að það sé verið að hlífa sakborningi og fjölskyldu hans en ekki minni fjölskyldu. Ég er systir Hannesar og ég þoli alveg að hafa opið réttarhald," segir Kristín Helgadóttir, systir Hannesar. „Sakborningur valdi sér þetta. Ég valdi þetta ekki, né Hannes bróðir minn þannig að mér finnst mjög skrýtið að saksóknari mótmæli ekki einu sinni lokuðu réttarhaldi." Aðspurð segir Kristín að sér hafi liðið mjög illa að sjá Gunnar ganga inn í réttarsalinn í dag. „Ég get ekki séð að neitt sé að þessum dreng. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og hann á að gjalda fyrir það. Þess vegna eiga að vera opin réttarhöld. Við búum ennþá á Íslandi."
Tengdar fréttir Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13 Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52 Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38 Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kærasta Hannesar krefur Gunnar Rúnar um miskabætur Fyrrverandi kærasta Hannesar Þórs Hafsteinssonar, og vinkona Gunnars Rúnars Sigþórssonar, krefst þess að Gunnar Rúnar greiði henni 2,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta. 19. nóvember 2010 14:13
Gunnar Rúnar ákærður fyrir manndráp: „Ég játa“ Gunnar Rúnar Sigurþórsson játaði í dómssal að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana. Gunnari Rúnari var birt ákæran fyrir stundi í Héraðsdómi Reykjanesi. Spurður um afstöðu hans til ákæruatriða sagði hann: „Ég játa.“ 19. nóvember 2010 13:52
Hafnaði bótakröfu konunnar sem hann elskaði Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafnaði bótakröfu, sem unnusta Hannesar Þórs Helgasonar heitins lagði fram, en samþykkti athugasemdarlaust bótakröfur foreldra Hannesar. Kröfurnar voru jafn háar, eða tvær og hálf milljón króna hver. 19. nóvember 2010 14:38
Gunnar Rúnar fyrir rétt í dag Mál Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana um miðjan ágúst, verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. 19. nóvember 2010 09:06