Körfubolti

Michael Jefferson á enn eftir að vera í sigurliði í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jefferson í leik á móti Blikum í bikarnum sem er eini sigurleikur hans með félaginu.
Michael Jefferson í leik á móti Blikum í bikarnum sem er eini sigurleikur hans með félaginu. Mynd/Valli

ÍR-ingurinn Michael Jefferson hefur ekki reynst ÍR-ingum eins mikill happafengur og menn vonuðust örugglega eftir þar á bæ. ÍR-liðið hefur tapað öllum sex deildarleikjum sínum síðan að hann kom til liðsins eftir að hafa unnið 5 af 11 leikjum sínum fyrir komu hans.

Til að kóróna allt þá átti Michael Jefferson skelfilegt kvöld í Kennaraháskólanum í gær þegar ÍR lá á móti Keflavík á heimavelli. Bandaríski leikstjórnandinn fékk -9 í framlagseinkunn eftir að hafa klikkað á 18 af 21 skoti sínum og tapað alls 7 boltum í leiknum.

Það er ekki nóg að ÍR-ingar eru búnir að tapa öllum sex leikjunum með hann innanborðs því liðið hefur tapað með 18,5 stigum að meðaltali þann tíma sem hann hefur verið inn á vellinum í þessum leikjum.

ÍR-ingar eru ekki lengi aðeins í baráttu um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina því sjö tapleikir í röð hafa þýtt að liðið er nú komið í bullandi fallbaráttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×