Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. nóvember 2010 14:15 Greg Oden. AP Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar. NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar.
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira