Ísland, verst í heimi Atli Fannar Bjarkarson skrifar 23. október 2010 06:00 Ísland, best í heimi-áróðurinn fór alltaf í taugarnar á mér. Ég elska landið mitt og er viss um að hér býr hellingur af hæfileikaríku fólki, sem nýtir guðsgjafir sínar til góðs. Ég er jafnvel til í að taka svo djúpt í árinni að segja að hér séu alveg jafn stórkostlegir hæfileikar og annars staðar í heiminum, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Ekki erum við Indland. Eftir að allt fór til andskotans er farið að bera á annars konar hugsunarhætti. Hugsunarhætti sem fer alveg jafn mikið í taugarnar á mér og yfirgengilegur þjóðrembingurinn. Efsta stig lýsingarorðsins „vont" er allt í einu komið í staðinn fyrir „gott". Þetta orð þekktist varla á árum áður, nema þá til að lýsa Eurovision-lögum og þriðjudagskvöldum á RÚV. En í dag er Ísland allt í einu orðið verst í heimi. Í volæðisvælinu sem rignir yfir okkur á þessu guðsvolaða skeri talar fólk um hluti sem myndu ekki gerast annars staðar en á Íslandi; ráðningar sem engin önnur stjórnsýsla myndi koma í gegn og ákvarðanir sem yrðu aldrei teknar nema í versta landi í heimi. Það er eins og önnur lönd séu allt í einu orðin útópísk paradísarríki þar sem pólitísk spilling finnst ekki og allir eru góðir við hvern annan. Fólk horfir dreymið út í sjóndeildarhringinn og sér heim tálgaðan eftir draumsýn Johns Lennon. jarðarbúar hafa hingað til staðið saman í hálfvitaskapnum og rústað flestu sem fyrir þeim verður. Þess vegna væri gaman að vita hvort fólkið sem heldur að hér sé allt öðruvísi en í öðrum löndum búi á öðrum hnetti en við hin? Er það ekki umkringt sömu löndunum, með sömu stjórnmálamönnunum og sama fólkinu? Ísland er ekki eina skítalandið í heiminum, þau eru það öll. Meira að segja Sviss. Og af hverju? Jú, vegna þess að fólk er fífl úti um allan heim. Svart, hvítt, gult og bleikt. Fífl, fífl, fífl og fífl. Við lifum því miður á tímum þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Allir þurfa að rífast við einhvern og það sem verra er; allir hafa skoðun og geta auðveldlega komið henni á framfæri. Málfrelsi er frábært en mikið var gott þegar fólk lét sér nægja að iðka rétt sinn í heitum pottum og fermingarveislum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Bakþankar Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Ísland, best í heimi-áróðurinn fór alltaf í taugarnar á mér. Ég elska landið mitt og er viss um að hér býr hellingur af hæfileikaríku fólki, sem nýtir guðsgjafir sínar til góðs. Ég er jafnvel til í að taka svo djúpt í árinni að segja að hér séu alveg jafn stórkostlegir hæfileikar og annars staðar í heiminum, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. Ekki erum við Indland. Eftir að allt fór til andskotans er farið að bera á annars konar hugsunarhætti. Hugsunarhætti sem fer alveg jafn mikið í taugarnar á mér og yfirgengilegur þjóðrembingurinn. Efsta stig lýsingarorðsins „vont" er allt í einu komið í staðinn fyrir „gott". Þetta orð þekktist varla á árum áður, nema þá til að lýsa Eurovision-lögum og þriðjudagskvöldum á RÚV. En í dag er Ísland allt í einu orðið verst í heimi. Í volæðisvælinu sem rignir yfir okkur á þessu guðsvolaða skeri talar fólk um hluti sem myndu ekki gerast annars staðar en á Íslandi; ráðningar sem engin önnur stjórnsýsla myndi koma í gegn og ákvarðanir sem yrðu aldrei teknar nema í versta landi í heimi. Það er eins og önnur lönd séu allt í einu orðin útópísk paradísarríki þar sem pólitísk spilling finnst ekki og allir eru góðir við hvern annan. Fólk horfir dreymið út í sjóndeildarhringinn og sér heim tálgaðan eftir draumsýn Johns Lennon. jarðarbúar hafa hingað til staðið saman í hálfvitaskapnum og rústað flestu sem fyrir þeim verður. Þess vegna væri gaman að vita hvort fólkið sem heldur að hér sé allt öðruvísi en í öðrum löndum búi á öðrum hnetti en við hin? Er það ekki umkringt sömu löndunum, með sömu stjórnmálamönnunum og sama fólkinu? Ísland er ekki eina skítalandið í heiminum, þau eru það öll. Meira að segja Sviss. Og af hverju? Jú, vegna þess að fólk er fífl úti um allan heim. Svart, hvítt, gult og bleikt. Fífl, fífl, fífl og fífl. Við lifum því miður á tímum þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Allir þurfa að rífast við einhvern og það sem verra er; allir hafa skoðun og geta auðveldlega komið henni á framfæri. Málfrelsi er frábært en mikið var gott þegar fólk lét sér nægja að iðka rétt sinn í heitum pottum og fermingarveislum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun