Innlent

Vík í viðbragðsstöðu

Sveinn Pálsson
Sveinn Pálsson

Íbúar í Vík í Mýrdal og nágrenni eru í viðbragðsstöðu ef Katla skyldi láta á sér kræla. Þetta sagði Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Vík, við Fréttablaðið í gær.

Hann sagði fólk halda ró sinni. Óneitanlega vekti sú vitneskja, að gos í Eyjafjallajökli hafi oftar en ekki áhrif á Kötlu, þó fólk til umhugsunar.

„Við ræddum það á fundi almannavarnanefndar í síðustu viku að þegar farið væri að hægjast um á Fimmvörðuhálsi skyldum við halda eina æfingu á viðbragðsáætluninni," sagði Stefán.

Hann sagði gosið í Eyjafjallajökli hafa þau áhrif í sínu héraði að björgunarsveitin og Rauði krossinn væru í viðbragðsstöðu.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×