Það ætti að vera von á markaveislu í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum í kvöld ef marka má tvo síðustu innbyrðis leiki bikarúrslitaliðanna FH og KR í Pepsi-deildinni.
Það hafa nefnilega verið skoruð ellefu mörk í þessum tveimur leikjum eða 5,5 að meðaltali í leik.KR vann 4-2 sigur í 16. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra og FH svaraði því með 3-2 sigri í 7. umferð Pepsi-deildarinnar í ár.
Gunnar Örn Jónsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í sigri KR í ágúst í fyrra en hin mörk KR-liðsins skoruðu þeir Björgólfur Takefusa og Baldur Sigurðsson. Atli Guðnason skoraði þá bæði mörk FH.
Matthías Vilhjálmsson, Tommy Nielsen (víti) og Hjörtur Logi Valgarðsson skoruðu mörk FH í sigrinum í júní síðastliðnum en Óskar Örn Hauksson og Björgólfur Takefusa skoruðu fyrir KR.
Íslenski boltinn