Góð nýting skattfjár? Ólafur Stephensen skrifar 27. október 2010 06:00 Tveir prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands, Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, hafa að undanförnu skrifað áhugaverðar greinar í Fréttablaðið um háskólarannsóknir á Íslandi. Þar hafa þeir meðal annars spurt þeirrar spurningar hvernig tryggja megi að þeir takmörkuðu fjármunir, sem hægt er að veita til rannsókna, nýtist sem bezt. Ýmsar áhugaverðar staðreyndir hafa komið fram í greinum prófessoranna. Sú sem mesta athygli vekur er að aðeins um 15% af framlagi ríkisins til rannsókna fara í gegnum svokallaða samkeppnissjóði, samanborið við 30-40% annars staðar á Norðurlöndum og 85% í Bandaríkjunum. Í þeim samkeppnissjóðum sem fremst standa er strangt eftirlit með gæðum rannsókna, sem fá styrki. Alþjóðlegur hópur óháðra vísindamanna metur umsóknir um styrki áður en ákveðið er hvaða rannsóknir skuli styrktar. Sömuleiðis er metið eftir á hvaða árangri rannsóknirnar hafa skilað. Magnús Karl og Eiríkur benda á að með afganginum, um 85% þess fjár, sem ríkið ver til rannsókna, sé lítið sem ekkert ytra eftirlit og ekkert spurt um gæði eða árangur. „Ef samkeppnissjóðirnir eru efldir aukast gæði rannsóknanna þannig að meira fæst fyrir féð," sögðu prófessorarnir í annarri grein sinni. „Við fjárlagagerð eru fáir talsmenn samkeppnissjóða en þeim mun fleiri og aðgangsharðari talsmenn þeirra stofnana sem þiggja sitt rannsóknafé beint af fjárlögum. Því er mikil hætta á því að samkeppnissjóðirnir verði útundan og verði jafnvel skornir niður við næstu fjárlagagerð. Þau vísindaverkefni sem hafa farið í jafningjamat og þar verið metin best, eru nú í mestri hættu á að vera ekki styrkt áfram, á meðan stofnanir sem stunda rannsóknir án gæðaeftirlits fá áfram fjármagn eftirlitslaust." Þetta er ákaflega þörf ábending, nú þegar alþingismenn véla um fjárlög næsta árs og hvernig á að nota okkar sameiginlega sjóð við einhverjar erfiðustu aðstæður í ríkisrekstrinum um árabil. Í framhaldi af ábendingu prófessoranna um að sumir samkeppnissjóðir ríkisins séu í raun reknir sem „pólitískir sjóðir", sem eigi lítið skylt við alvöru rannsókna- og vísindasjóði, fjallaði Fréttablaðið í gær um deilur innan ríkisstjórnarinnar um stjórnun rannsóknasjóða, sem eru eyrnamerktir sjávarútvegi og landbúnaði og á forræði ráðuneytisins sem Jón Bjarnason stýrir. Þar sitja pólitíkusar og fulltrúar hagsmunasamtaka í stjórn og ákveða hvernig fé skattgreiðenda er varið, ekki alþjóðlegir hópar vísindamanna. Í skriflegum svörum Jóns Bjarnasonar við fyrirspurnum Fréttablaðsins kemur fram að hann sjái ekki nokkurn skapaðan hlut athugaverðan við þetta fyrirkomulag; það sé mjög vísindalegt. Það kemur út af fyrir sig alls ekki á óvart að Jón Bjarnason sé þeirrar meiningar. Hvaða skoðun ætli flokkssystkin hans og samráðherrar hafi hins vegar á fyrirkomulaginu? Til dæmis menntamálaráðherrann, Katrín Jakobsdóttir? Og fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon? Finnst þeim þetta góð nýting á peningum okkar skattgreiðenda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Tveir prófessorar við læknadeild Háskóla Íslands, Eiríkur Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, hafa að undanförnu skrifað áhugaverðar greinar í Fréttablaðið um háskólarannsóknir á Íslandi. Þar hafa þeir meðal annars spurt þeirrar spurningar hvernig tryggja megi að þeir takmörkuðu fjármunir, sem hægt er að veita til rannsókna, nýtist sem bezt. Ýmsar áhugaverðar staðreyndir hafa komið fram í greinum prófessoranna. Sú sem mesta athygli vekur er að aðeins um 15% af framlagi ríkisins til rannsókna fara í gegnum svokallaða samkeppnissjóði, samanborið við 30-40% annars staðar á Norðurlöndum og 85% í Bandaríkjunum. Í þeim samkeppnissjóðum sem fremst standa er strangt eftirlit með gæðum rannsókna, sem fá styrki. Alþjóðlegur hópur óháðra vísindamanna metur umsóknir um styrki áður en ákveðið er hvaða rannsóknir skuli styrktar. Sömuleiðis er metið eftir á hvaða árangri rannsóknirnar hafa skilað. Magnús Karl og Eiríkur benda á að með afganginum, um 85% þess fjár, sem ríkið ver til rannsókna, sé lítið sem ekkert ytra eftirlit og ekkert spurt um gæði eða árangur. „Ef samkeppnissjóðirnir eru efldir aukast gæði rannsóknanna þannig að meira fæst fyrir féð," sögðu prófessorarnir í annarri grein sinni. „Við fjárlagagerð eru fáir talsmenn samkeppnissjóða en þeim mun fleiri og aðgangsharðari talsmenn þeirra stofnana sem þiggja sitt rannsóknafé beint af fjárlögum. Því er mikil hætta á því að samkeppnissjóðirnir verði útundan og verði jafnvel skornir niður við næstu fjárlagagerð. Þau vísindaverkefni sem hafa farið í jafningjamat og þar verið metin best, eru nú í mestri hættu á að vera ekki styrkt áfram, á meðan stofnanir sem stunda rannsóknir án gæðaeftirlits fá áfram fjármagn eftirlitslaust." Þetta er ákaflega þörf ábending, nú þegar alþingismenn véla um fjárlög næsta árs og hvernig á að nota okkar sameiginlega sjóð við einhverjar erfiðustu aðstæður í ríkisrekstrinum um árabil. Í framhaldi af ábendingu prófessoranna um að sumir samkeppnissjóðir ríkisins séu í raun reknir sem „pólitískir sjóðir", sem eigi lítið skylt við alvöru rannsókna- og vísindasjóði, fjallaði Fréttablaðið í gær um deilur innan ríkisstjórnarinnar um stjórnun rannsóknasjóða, sem eru eyrnamerktir sjávarútvegi og landbúnaði og á forræði ráðuneytisins sem Jón Bjarnason stýrir. Þar sitja pólitíkusar og fulltrúar hagsmunasamtaka í stjórn og ákveða hvernig fé skattgreiðenda er varið, ekki alþjóðlegir hópar vísindamanna. Í skriflegum svörum Jóns Bjarnasonar við fyrirspurnum Fréttablaðsins kemur fram að hann sjái ekki nokkurn skapaðan hlut athugaverðan við þetta fyrirkomulag; það sé mjög vísindalegt. Það kemur út af fyrir sig alls ekki á óvart að Jón Bjarnason sé þeirrar meiningar. Hvaða skoðun ætli flokkssystkin hans og samráðherrar hafi hins vegar á fyrirkomulaginu? Til dæmis menntamálaráðherrann, Katrín Jakobsdóttir? Og fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon? Finnst þeim þetta góð nýting á peningum okkar skattgreiðenda?