Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða Boði Logason skrifar 31. maí 2010 12:16 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins Mynd/Valgarður „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Guðmundur gagnrýndi forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og sagði að formaður flokksins beri ábyrgð á slæmu gengi flokksins í kosningum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Þá krefjast Ungir Framsóknarmenn í Húnavatnssýslum þess að Guðmundur biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. „Það er nú illa komið fyrir flokknum ef menn þyrftu að biðjast afsökunar að segja skoðun sína. Í rauninni var ég að segja mjög einfaldan og augljósan hlut." Hann bendir á að þrátt fyrir endurnýjun í flokknum, hafi Framsóknarflokkurinn ekki verið valkostur í kosningunum í Reykjavík. „Þessi skilaboð til okkar þurfum við að taka mjög alvarlega og ræða." Hann segist ekki geta annað en hlegið yfir kröfum ungliðanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Ég er bara að segja hinn augljósa hlut. Ég er að vona að út úr þessu komi betri flokkur vegna þess að maður verður betri ef maður lítur í eigin barm og tekur skilaboð til sín alvarlega. Ég sjálfur lít í eigin barm. Það er mikið talað um það hvernig pólitík og stjórnmálamenn eigi að vera, eitt af því sem ég held að þeir eigi að vera er að segja skoðun sína og bera rök fyrir máli sínu. Og það er það er ég að gera núna." Aðspurður hvort að hann hafi heyrt í Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, segir hann ekki svo vera. „Nei hann hefur ekki hringt," segir Guðmundur. Þá kveðst hann ekki vera íhuga formannsframboð. „Ég hef nákvæmlega ekkert hugleitt það. Þetta snýst ekkert um það." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00 Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Guðmundur gagnrýndi forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og sagði að formaður flokksins beri ábyrgð á slæmu gengi flokksins í kosningum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Þá krefjast Ungir Framsóknarmenn í Húnavatnssýslum þess að Guðmundur biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. „Það er nú illa komið fyrir flokknum ef menn þyrftu að biðjast afsökunar að segja skoðun sína. Í rauninni var ég að segja mjög einfaldan og augljósan hlut." Hann bendir á að þrátt fyrir endurnýjun í flokknum, hafi Framsóknarflokkurinn ekki verið valkostur í kosningunum í Reykjavík. „Þessi skilaboð til okkar þurfum við að taka mjög alvarlega og ræða." Hann segist ekki geta annað en hlegið yfir kröfum ungliðanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Ég er bara að segja hinn augljósa hlut. Ég er að vona að út úr þessu komi betri flokkur vegna þess að maður verður betri ef maður lítur í eigin barm og tekur skilaboð til sín alvarlega. Ég sjálfur lít í eigin barm. Það er mikið talað um það hvernig pólitík og stjórnmálamenn eigi að vera, eitt af því sem ég held að þeir eigi að vera er að segja skoðun sína og bera rök fyrir máli sínu. Og það er það er ég að gera núna." Aðspurður hvort að hann hafi heyrt í Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, segir hann ekki svo vera. „Nei hann hefur ekki hringt," segir Guðmundur. Þá kveðst hann ekki vera íhuga formannsframboð. „Ég hef nákvæmlega ekkert hugleitt það. Þetta snýst ekkert um það."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00 Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00
Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57