Fótbolti

Tomasson nær ekki leikjameti Peter Schmeichel - hættur í landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jon Dahl Tomasson.
Jon Dahl Tomasson. Mynd/AFP
Jon Dahl Tomasson, fyrirliði danska landsliðsins, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í danska landsliðið en hann hefur spilað með liðinu í þrettán ár. Tomasson lék sinn 112. og síðasta landsleik á HM í Suður-Afríku í sumar.

Jon Dahl Tomasson er 33 ára gamall og hefur skorað 52 mörk í þessum 112 landsleikjum og á markametið með Poul "Tist" Nielsen sem skoraði 52 mörk í 38 leikjum frá 1910 til 1925.

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun því danska landsliðið er búið að vera stór þáttur af mínu lífi og ég er alltaf jafnstoltur að spila fyirr hönd dönsku þjóðarinnar," sagði Jon Dahl Tomasson.

„Ég á enn ár eftir af samningi mínum við Feyenoord og ég vil enda á góðum nótunum," sagði Tomasson sem mun leggja skónna á hilluna þegar hann klárar samninginn sinn.

Það hefur enginn útileikmaður spilað fleiri landsleiki fyrir Dani en þessi ákvörðun þýðir að Jon Dahl nær ekki landsleikjameti Peter Schmeichel sem spilaði 129 landsleiki frá 1987 til 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×