Lúxusþjónusta Besta flokksins Sóley Tómasdóttir skrifar 11. desember 2010 06:45 Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti grein hér í blaðinu þann 8. desember í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og hártoganir sem hann segir að hafi verið settar fram. Hann telur brýnt að gerður sé greinarmunur á lögbundinni þjónustu og annarri, enda geti gjaldheimta fyrir lögbundna þjónustu virkað sem óbeinn skattur. Með þessu gefur Ágúst sér að öll sú þjónusta sem ekki er lögbundin sé ekki nauðsynleg eins og sést ágætlega í málflutningi hans. Skilgreiningar á grunnþjónustu Í greininni leggur Ágúst gjaldskrárhækkanir vegna sundferða og heimsókna á menningarstofnanir að jöfnu við gjaldskrárhækkanir vegna skólamáltíða og frístundaheimila og gengur svo langt að fullyrða að það að telja þetta til grunnþjónustu sé ámóta og að taka verð á Range Rover inn í vísitöluviðmið Seðlabankans. Skólamáltíðir eru sumsé lúxus á borð við Range Rover. Ég kannast ekki við að nokkur borgarfulltrúi hafi litið á gjaldskrár sundstaða eða menningarstofnana sem jaðarskatta enda væri það ansi langsótt. Hitt er aftur á móti augljóst, að skólamáltíðir og frístundaheimili hafa um langt skeið talist til mikilvægrar grunnþjónustu borgarinnar, jafnvel þótt löggjafinn hafi enn ekki viðurkennt mikilvægið. Raunverulegt val Þegar kemur að skilgreiningu á grunnþjónustu verður að meta hversu raunverulegt valið er sem borgarbúar standa frammi fyrir. Ætli það séu margir foreldrar sem velta því fyrir sér hvort börnin þeirra eigi að vera á frístundaheimilum? Um hvað snýst það val? Foreldrar hafa í fæstum tilfellum raunverulega möguleika á að minnka við sig vinnu til að taka á móti börnum sínum upp úr kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir eru einstæðir eða á lágum launum. Þá gæti verið valkostur að senda 6 ára gamla barnið heim úr skólanum með lykil og láta það sjá um sig sjálft þar til vinnudegi lýkur. Það er varla valkostur sem margir foreldrar telja skynsamlegan. Foreldrar í samfélagi samtímans þurfa langflestir á þessari þjónustu að halda til að geta framfleytt fjölskyldunni. Gjaldskrárhækkanir á frístundaheimilum eru því ekkert annað en jaðarskattar á foreldra barna í 1.-4. bekk sem koma til með að bitna verst á þeim sem minnst eiga valið - en þetta mætti koma í veg fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem skyldi. Að sama skapi eru óskaplega fáir foreldrar sem telja það betra fyrir börn sín að hafa nesti með að heiman í stað þess að borða heitan mat í skólamötuneytunum. Þessu virðist Ágúst átta sig á, sem og þeirri staðreynd að skólmáltíðir séu velferðarmál og þær skipti sérstaklega miklu máli nú þegar fólk býr í auknum mæli við atvinnuleysi og erfiðar fjárhagsaðstæður. Engu að síður telur hann eðlilegt að hækka gjaldskrárnar flatt í stað þess að fólk greiði í sameiginlegan sjóð eftir getu. Nýja aflið spreytir sig Það er einkar athyglisvert að fylgjast með störfum og röksemdafærslu nýja stjórnmálaaflsins sem hét breytingum og umbótum og því besta fyrir alla. Sér í lagi vekur það furðu að varaformaður velferðarráðs skuli telja skólamáltíðir og frístundaheimili vera sambærilegan lúxus og Range Rover jeppa - og ekki síður að fulltrúi þessa nýja afls skuli hengja sig í lagatæknileg atriði við skilgreiningu á grunnþjónustu í stað þess að vega og meta þörfina fyrir þjónustuna og hver besta leiðin sé til að koma til móts við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti grein hér í blaðinu þann 8. desember í þeim tilgangi að leiðrétta rangfærslur og hártoganir sem hann segir að hafi verið settar fram. Hann telur brýnt að gerður sé greinarmunur á lögbundinni þjónustu og annarri, enda geti gjaldheimta fyrir lögbundna þjónustu virkað sem óbeinn skattur. Með þessu gefur Ágúst sér að öll sú þjónusta sem ekki er lögbundin sé ekki nauðsynleg eins og sést ágætlega í málflutningi hans. Skilgreiningar á grunnþjónustu Í greininni leggur Ágúst gjaldskrárhækkanir vegna sundferða og heimsókna á menningarstofnanir að jöfnu við gjaldskrárhækkanir vegna skólamáltíða og frístundaheimila og gengur svo langt að fullyrða að það að telja þetta til grunnþjónustu sé ámóta og að taka verð á Range Rover inn í vísitöluviðmið Seðlabankans. Skólamáltíðir eru sumsé lúxus á borð við Range Rover. Ég kannast ekki við að nokkur borgarfulltrúi hafi litið á gjaldskrár sundstaða eða menningarstofnana sem jaðarskatta enda væri það ansi langsótt. Hitt er aftur á móti augljóst, að skólamáltíðir og frístundaheimili hafa um langt skeið talist til mikilvægrar grunnþjónustu borgarinnar, jafnvel þótt löggjafinn hafi enn ekki viðurkennt mikilvægið. Raunverulegt val Þegar kemur að skilgreiningu á grunnþjónustu verður að meta hversu raunverulegt valið er sem borgarbúar standa frammi fyrir. Ætli það séu margir foreldrar sem velta því fyrir sér hvort börnin þeirra eigi að vera á frístundaheimilum? Um hvað snýst það val? Foreldrar hafa í fæstum tilfellum raunverulega möguleika á að minnka við sig vinnu til að taka á móti börnum sínum upp úr kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir eru einstæðir eða á lágum launum. Þá gæti verið valkostur að senda 6 ára gamla barnið heim úr skólanum með lykil og láta það sjá um sig sjálft þar til vinnudegi lýkur. Það er varla valkostur sem margir foreldrar telja skynsamlegan. Foreldrar í samfélagi samtímans þurfa langflestir á þessari þjónustu að halda til að geta framfleytt fjölskyldunni. Gjaldskrárhækkanir á frístundaheimilum eru því ekkert annað en jaðarskattar á foreldra barna í 1.-4. bekk sem koma til með að bitna verst á þeim sem minnst eiga valið - en þetta mætti koma í veg fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem skyldi. Að sama skapi eru óskaplega fáir foreldrar sem telja það betra fyrir börn sín að hafa nesti með að heiman í stað þess að borða heitan mat í skólamötuneytunum. Þessu virðist Ágúst átta sig á, sem og þeirri staðreynd að skólmáltíðir séu velferðarmál og þær skipti sérstaklega miklu máli nú þegar fólk býr í auknum mæli við atvinnuleysi og erfiðar fjárhagsaðstæður. Engu að síður telur hann eðlilegt að hækka gjaldskrárnar flatt í stað þess að fólk greiði í sameiginlegan sjóð eftir getu. Nýja aflið spreytir sig Það er einkar athyglisvert að fylgjast með störfum og röksemdafærslu nýja stjórnmálaaflsins sem hét breytingum og umbótum og því besta fyrir alla. Sér í lagi vekur það furðu að varaformaður velferðarráðs skuli telja skólamáltíðir og frístundaheimili vera sambærilegan lúxus og Range Rover jeppa - og ekki síður að fulltrúi þessa nýja afls skuli hengja sig í lagatæknileg atriði við skilgreiningu á grunnþjónustu í stað þess að vega og meta þörfina fyrir þjónustuna og hver besta leiðin sé til að koma til móts við hana.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun