Tíminn líður hraðar Atli Fannar Bjarkason skrifar 20. nóvember 2010 10:15 Hérna er verðugt verkefni fyrir stjarneðlisfræðinga, eða annað fólk sem er gáfaðara en ég: Notið menntun, útsjónarsemi og hæfileika ykkar í flóknum útreikningum til að sanna að tíminn líður hraðar í dag en áður. Í alvöru talað, þetta er hætt að vera fyndið. Það virðast ekki vera nema þrír mánuðir síðan við fögnuðum nýju ári. Ég á afmæli í apríl og það var fyrir svona hálfum mánuði og sumarið? Það endaði í gær. Tíminn geysist áfram á slíkum ógnarhraða að ég hrekk upp og gríp í rúmið mitt á hverjum morgni og staulast með sjóriðu í vinnuna. Þetta hefur orðið til þess að það er ekkert sérstakt við að eiga afmæli, enda gerist það svo oft, áramótaskaupið virðist fagna árstíðunum í stað nýs árs og tíðni jólanna hefur snaraukist - sem er glæpur gegn mannkyni. Þegar ég viðra þetta vandamál við vini og kunningja er mér sagt að þetta sé hluti af því að eldast. Engum öldrunarfræðingi eða hrörnunarlækni hefur tekist að staðfesta það, en ef satt reynist er það ógeðslega ósanngjarnt. Akkúrat þegar lífið byrjar að vera skemmtilegt fer það að líða svo hratt að maður missir af allavega helmingi þess sem er í boði. Mér leiddist stundum að vera barn. Ég vildi fá að keyra bíl og vinna alvöru vinnu. Mér fannst ömurlegt hlutskipti að þurfa að sætta mig við reiðhjól og sjálfstæðan atvinnurekstur á bílaþvottaplani. Þrátt fyrir það höguðu örlögin hlutunum þannig að þessi tími leið svo hægt að þegar ég varð 17 ára keypti ég 28 kerti á afmælistertuna. Jesús hékk í sjö tíma á krossinum. Þá töluðu menn um viku af klukkutímum. Af hverju? Aha! Vegna þess að fyrir 2.000 árum var sekúndan pottþétt klukkutíma að líða. Jörðin snýst sem sagt hraðar og hraðar með hverju árinu. Þetta hlýtur að hafa eitthvað með möndul jarðar að gera. Þetta byggi ég á engu. Samkvæmt þessu er lífið eins og flugferð. Byrjar hægt, tekur svo á loft og nær ógnarhraða áður en það hægir á sér og lendir. Sumar flugvélar brotlenda áður en þær koma á áfangastað, flestar komast alla leið. Sjúkleg flughræðsla mín undirstrikar þessa klisjukenndu kenningu ágætlega því ég er skíthræddur við allt - hvort sem það er áþreifanlegt eins og stelpur eða óáþreifanlegt eins og tilfinningar þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun
Hérna er verðugt verkefni fyrir stjarneðlisfræðinga, eða annað fólk sem er gáfaðara en ég: Notið menntun, útsjónarsemi og hæfileika ykkar í flóknum útreikningum til að sanna að tíminn líður hraðar í dag en áður. Í alvöru talað, þetta er hætt að vera fyndið. Það virðast ekki vera nema þrír mánuðir síðan við fögnuðum nýju ári. Ég á afmæli í apríl og það var fyrir svona hálfum mánuði og sumarið? Það endaði í gær. Tíminn geysist áfram á slíkum ógnarhraða að ég hrekk upp og gríp í rúmið mitt á hverjum morgni og staulast með sjóriðu í vinnuna. Þetta hefur orðið til þess að það er ekkert sérstakt við að eiga afmæli, enda gerist það svo oft, áramótaskaupið virðist fagna árstíðunum í stað nýs árs og tíðni jólanna hefur snaraukist - sem er glæpur gegn mannkyni. Þegar ég viðra þetta vandamál við vini og kunningja er mér sagt að þetta sé hluti af því að eldast. Engum öldrunarfræðingi eða hrörnunarlækni hefur tekist að staðfesta það, en ef satt reynist er það ógeðslega ósanngjarnt. Akkúrat þegar lífið byrjar að vera skemmtilegt fer það að líða svo hratt að maður missir af allavega helmingi þess sem er í boði. Mér leiddist stundum að vera barn. Ég vildi fá að keyra bíl og vinna alvöru vinnu. Mér fannst ömurlegt hlutskipti að þurfa að sætta mig við reiðhjól og sjálfstæðan atvinnurekstur á bílaþvottaplani. Þrátt fyrir það höguðu örlögin hlutunum þannig að þessi tími leið svo hægt að þegar ég varð 17 ára keypti ég 28 kerti á afmælistertuna. Jesús hékk í sjö tíma á krossinum. Þá töluðu menn um viku af klukkutímum. Af hverju? Aha! Vegna þess að fyrir 2.000 árum var sekúndan pottþétt klukkutíma að líða. Jörðin snýst sem sagt hraðar og hraðar með hverju árinu. Þetta hlýtur að hafa eitthvað með möndul jarðar að gera. Þetta byggi ég á engu. Samkvæmt þessu er lífið eins og flugferð. Byrjar hægt, tekur svo á loft og nær ógnarhraða áður en það hægir á sér og lendir. Sumar flugvélar brotlenda áður en þær koma á áfangastað, flestar komast alla leið. Sjúkleg flughræðsla mín undirstrikar þessa klisjukenndu kenningu ágætlega því ég er skíthræddur við allt - hvort sem það er áþreifanlegt eins og stelpur eða óáþreifanlegt eins og tilfinningar þeirra.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun