Handbolti

Ísland vann í Brasilíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson.
Fyrri vináttuleikur Íslands gegn Brasilíu fór fram í nótt og lauk með naumum sigri íslenska liðsins, 30-33.

Íslenska liðið hóf leikinn hörmulega, lentu 4-0 undir en náði að rífa sig upp fyrir hlé en þá leiddi liðið, 13-16.

Íslenska liðið hafði síðan öll völd á vellinum í síðari hálfleik og náði mest sjö marka forskoti.

Síðari vináttuleikur þjóðanna fer fram á föstudaginn.

 

Mörk Íslands: Arnór Þór Gunnarsson 6, Oddur Gretarsson 6, Rúnar Kárason 6, Ólafur Guðmundsson 4, Vignir Svavarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Sturla Ásgeirsson 2, Þórir Ólafsson 2, Arnór Atlason 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16, þar af eitt vítakasti. Pálmar Pétursson 2, þar af eitt vítakasti. Pálmar var í markinu síðustu fimm mínútur leiksins annars stóð Björgvin Páll vaktina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×