Körfubolti

Keflavík vann stórleikinn gegn Njarðvík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson.
Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson.

Keflavík vann Njarðvík 82-69 í Iceland Express-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 37-23 en Njarðvíkingar skoruðu aðeins fimm stig í öðrum leikhluta.

Draelon Burns skoraði 20 stig fyrir Keflavík í kvöld og Gunnar Einarsson 16 en stigahæstur hjá Njarðvík var Magnús Þór Gunnarsson með 15 stig.

Keflavík vann 20 stiga bikarsigur á sama stað í janúar og fóru þá í undanúrslit bikarsins en nú tóku þeir annað sæti í Iceland Express deildinni af erkifjendunum. Keflavík tókst þó ekki að ná betri árangri í innbyrðisviðureignum þar sem Njarðvík vann fyrri deildarleik liðanna með 14 stigum.

Úrslit kvöldsins:

Keflavík - Njarðvík 82-69

Stig Keflavíkur: Draelon Burns 20, Gunnar Einarsson 16, Þröstur Leó Jóhannsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 frák.), Uruele Igbavboa 7, Hörður Axel Vilhjálmsson 4 (11 stoðs.), Gunnar H. Stefánsson 4, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2, Davíð Þór Jónsson 2.

Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 15, Nick Bradford 13, Friðrik Stefánsson 12 (11 frák.), Guðmundur Jónsson 11, Páll Kristinsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 5, Egill Jónasson 4, Kristján Rúnar Sigurðsson 1.

FSu - Tindastóll 73-99

Stig FSu: Christopher Caird 25, Aleksas Zimnickas 22, Orri Jónsson 13, Jake Wyatt 5, Kjartan Kárason 5, Sæmundur Valdimarsson 3.

Stig Tindastóls: Friðrik Hreinsson 25, Svavar Atli Birgisson 21, Cedric Isom 16, Helgi Rafn Viggósson 12, Halldór Halldórsson 6, Sigmar Björnsson 4, Donatas Visockis 3, Hreinn Birgisson 2.

Breiðablik - Hamar 74-73






Fleiri fréttir

Sjá meira


×