Slitastjórn vill gögn um Iceland Express 20. ágúst 2010 06:00 Flug Flugfélagið Iceland Express hóf flug til New York í Bandaríkjunum í byrjun sumars, eftir að slitastjórn Glitnis stefndi Pálma Haraldssyni og fleirum. Hér sést þota félagsins á Reykjavíkurflugvelli.Fréttablaðið/GVA Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll samskipti Iceland Express við bandarísk flugmálayfirvöld, samstarfsaðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dómstólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin einungis að reyna að veiða fram upplýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega fordæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, á nærri 47 prósent í Icelandair Group, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýsingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborgurum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenningarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, sakar slitastjórn Glitnis um að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum í dómsmáli sem höfðað hefur verið fyrir dómstóli í New York. Slitastjórnin hefur meðal annars krafist þess að fá afhent öll samskipti Iceland Express við bandarísk flugmálayfirvöld, samstarfsaðila félagsins í Bandaríkjunum og fleiri aðila. Í yfirlýsingu sem lögmaður Pálma hefur lagt fram hjá dómstólnum í New York er því haldið fram að með afar víðtækri kröfu um upplýsingar sé slitastjórnin einungis að reyna að veiða fram upplýsingar sem nota megi í öðrum mögulegum dómsmálum gegn Pálma eða öðrum. Þess er krafist að dómarinn stöðvi það sem kallað er „veiðiferð“ slitastjórnarinnar. Krafa slitastjórnarinnar um gögn tengd flugi Iceland Express til New York er sérstaklega fordæmd í yfirlýsingu Pálma. Þar er bent á að hvergi sé látið að því liggja í stefnunni að fyrirtækið hafi tengst Glitni á einhvern hátt. Fyrirtækið hafi ekki byrjað að fljúga til New York fyrr en eftir að stefnan hafi verið lögð fram. „Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, á nærri 47 prósent í Icelandair Group, aðalsamkeppnisaðila Iceland Express, sem gerir kröfu um upplýsingar enn grunsamlegri,“ segir í yfirlýsingunni. Pálmi mótmælir því eins og aðrir sem slitastjórnin hefur stefnt í málinu, að mál þrotabús íslensks banka gegn íslenskum ríkisborgurum sé rekið í New York þar sem hann eigi engar eignir og hafi engin tengsl við fylkið. Hann krefst þess að málinu verði vísað frá dómi. Slitastjórnin höfðaði mál í byrjun maí á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fimm öðrum fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York. Sjömenningarnir eru krafðir um sem nemur 260 milljörðum króna fyrir að hafa staðið að meintu samsæri um að svíkja lánsfé út úr bankanum til að nota í eigin fyrirtæki. Ekki náðist í Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira