Með Vigdísi á veggnum 9. ágúst 2010 07:45 Þegar ég fæddist var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands. Ég ólst upp í skýlausri aðdáun á þessum forseta, eins og er líklega algengt með krakka og þjóðhöfðingja. Aðdáunin hefur hins vegar ekki elst af mér með tímanum, og gerir líklega ekki héðan af. Ég veit líka vel að fjölmargir eru sömu skoðunar. Ég er hins vegar of ung til þess að aðdáunin hafi stafað af embættisverkum Vigdísar. Það nægði mér að hún var forseti og hún var kona. Og enn er það alveg næg ástæða til þess að bera virðingu fyrir og dást að henni. Hún var jú forseti og hún er kona, og það er því miður enn mjög óalgengt og um leið stórmerkilegt. Og sama hvað fólki getur þótt um persónuna og embættismanninn er ekkert hægt að deila um það. Það eru forréttindi fyrir stelpur og stráka að geta alist upp með þess konar fyrirmynd. Það er líka merkilegt fyrir íslensk börn nútímans að alast upp með konu sem forsætisráðherra og fyrirmynd, þó eðli málsins samkvæmt séu skoðanir mun skiptari á störfum hennar í embætti. Það á ekkert að trufla huga barna með slíku, því merkilegt er það, sama hvaða pólitík hún stundar. Af því að ég var of ung til að hafa munað sérstaklega eftir forsetatíð Vigdísar og hvað þá tímanum þar á undan var það sérstaklega skemmtilegt að eignast ævisöguna hennar. Ég hef reyndar ekki enn tímt að klára hana. Það er gaman að lesa ævisögur merkra kvenna - og karla - þessar í fyrri flokknum eru bara ekki alveg eins algengar enn þá. Lesturinn er ekki síst ánægjulegur vegna þess hversu breytingar síðustu þrjátíu ára eða svo sjást vel í gegnum hann. Þótt enn sé langt í land hvað varðar jafnrétti getum við allavega þakkað fyrir að konur í opinberum störfum eru ekki lengur spurðar að því hvort þær séu hreinar meyjar og hvort það hái þeim ekki í starfi ef þær eru ógiftar, eins og þá var gert. aðdáunin sem ég deili blessunarlega með meðleigjandanum sést best í því að tvær myndir af forsetanum fyrrverandi prýða nú heimilið. Önnur er af Vigdísi sem virðulegum forseta, sú hangir inni í stofu og minnir á að konum sé allt mögulegt. Hin er í eldhúsinu og sýnir frambjóðandann Vigdísi leika sér í parís - henni er ætlað að minna heimiliskonurnar á að of dannaðar konur komast aldrei í sögubækurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Þegar ég fæddist var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands. Ég ólst upp í skýlausri aðdáun á þessum forseta, eins og er líklega algengt með krakka og þjóðhöfðingja. Aðdáunin hefur hins vegar ekki elst af mér með tímanum, og gerir líklega ekki héðan af. Ég veit líka vel að fjölmargir eru sömu skoðunar. Ég er hins vegar of ung til þess að aðdáunin hafi stafað af embættisverkum Vigdísar. Það nægði mér að hún var forseti og hún var kona. Og enn er það alveg næg ástæða til þess að bera virðingu fyrir og dást að henni. Hún var jú forseti og hún er kona, og það er því miður enn mjög óalgengt og um leið stórmerkilegt. Og sama hvað fólki getur þótt um persónuna og embættismanninn er ekkert hægt að deila um það. Það eru forréttindi fyrir stelpur og stráka að geta alist upp með þess konar fyrirmynd. Það er líka merkilegt fyrir íslensk börn nútímans að alast upp með konu sem forsætisráðherra og fyrirmynd, þó eðli málsins samkvæmt séu skoðanir mun skiptari á störfum hennar í embætti. Það á ekkert að trufla huga barna með slíku, því merkilegt er það, sama hvaða pólitík hún stundar. Af því að ég var of ung til að hafa munað sérstaklega eftir forsetatíð Vigdísar og hvað þá tímanum þar á undan var það sérstaklega skemmtilegt að eignast ævisöguna hennar. Ég hef reyndar ekki enn tímt að klára hana. Það er gaman að lesa ævisögur merkra kvenna - og karla - þessar í fyrri flokknum eru bara ekki alveg eins algengar enn þá. Lesturinn er ekki síst ánægjulegur vegna þess hversu breytingar síðustu þrjátíu ára eða svo sjást vel í gegnum hann. Þótt enn sé langt í land hvað varðar jafnrétti getum við allavega þakkað fyrir að konur í opinberum störfum eru ekki lengur spurðar að því hvort þær séu hreinar meyjar og hvort það hái þeim ekki í starfi ef þær eru ógiftar, eins og þá var gert. aðdáunin sem ég deili blessunarlega með meðleigjandanum sést best í því að tvær myndir af forsetanum fyrrverandi prýða nú heimilið. Önnur er af Vigdísi sem virðulegum forseta, sú hangir inni í stofu og minnir á að konum sé allt mögulegt. Hin er í eldhúsinu og sýnir frambjóðandann Vigdísi leika sér í parís - henni er ætlað að minna heimiliskonurnar á að of dannaðar konur komast aldrei í sögubækurnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun