Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar 23. október 2025 08:31 Á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sagði seðlabankastjóri að væru menn ósáttur við lög og reglur varðandi verðbólgumarkmið Seðlabankans, þyrfti Alþingi að breyta lögunum. Þetta kann að vera rétt. En áður en til þess kemur er rétt að vekja athygli á að í fjölda ríkja Evrópu er verðbólga er á svipuðu róli og hér og jafnvel meiri, m.a. í Litháen, Lettland, Slóvakía og Bretlandi. Holland og Noregur eru síðan ekki langt undan. Í engu þessara landa eru stýrivextir nærri þeim 7,5 prósentum sem vextirnir eru hér. Það er áhugavert að bera saman Ísland og Bretlandi þar sem verðbólga er svipuðu. Engu að síður eru stýrivextir 88 prósentum hærri hér en í Bretlandi. Seðlabankinn virðist því beita öfgakenndari vaxtahækkunum en þekkist á öðru byggðu bóli í Evrópu ef frá eru talin stríðshrjáð ríki. Vaxtaokrið hefur afleiðingar Hér hafa minni fyrirtæki þurft að greiða ríflega tíu prósenta vexti svo árum skiptir. Þau hafa engin úrræði önnur en hleypa kostnaðinum út í verðlagið. Það ætti því ekki að koma neinum jarðtengdum fjármálasérfræðingi á óvart að vaxtastefnan nær ekki tilætluðum árangri. Það blasir við að verðbólgan hér er að mestu drifin áfram af skorti á húsnæði og samkeppni. Hún verður varla kveðin niður með því að leggja stein í götu í byggingu húsnæðis með miklum vaxtakostnaði. Það er engu líkara en að peningastefnunefnd hafi misst allt jarðsamband. Í dag er ferðaþjónustudagurinn. Ef allt væri með felldu stæði ferðaþjónustan, sem er útflutningsgrein, í miklum blóma. En þrátt fyrir mikinn fjölda ferðamanna um allt land, grefur vaxtastefnan augljóslega undan gróskumiklum rekstrinum og kemur sömuleiðis í veg fyrir frekari fjárfestingar. Fjárfesting dagsins i dag markar lífskjör framtíðarinnar Háir vextir hvetja ekki til þess að fjármagn leiti til framtíðarávöxtunar í innviðum, húsnæðisuppbyggingu né til uppbyggingar í atvinnurekstri sem skilar ávöxtun til framtíðar. Óbreytt séríslensk vaxtastefna er komin í óefni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sagði seðlabankastjóri að væru menn ósáttur við lög og reglur varðandi verðbólgumarkmið Seðlabankans, þyrfti Alþingi að breyta lögunum. Þetta kann að vera rétt. En áður en til þess kemur er rétt að vekja athygli á að í fjölda ríkja Evrópu er verðbólga er á svipuðu róli og hér og jafnvel meiri, m.a. í Litháen, Lettland, Slóvakía og Bretlandi. Holland og Noregur eru síðan ekki langt undan. Í engu þessara landa eru stýrivextir nærri þeim 7,5 prósentum sem vextirnir eru hér. Það er áhugavert að bera saman Ísland og Bretlandi þar sem verðbólga er svipuðu. Engu að síður eru stýrivextir 88 prósentum hærri hér en í Bretlandi. Seðlabankinn virðist því beita öfgakenndari vaxtahækkunum en þekkist á öðru byggðu bóli í Evrópu ef frá eru talin stríðshrjáð ríki. Vaxtaokrið hefur afleiðingar Hér hafa minni fyrirtæki þurft að greiða ríflega tíu prósenta vexti svo árum skiptir. Þau hafa engin úrræði önnur en hleypa kostnaðinum út í verðlagið. Það ætti því ekki að koma neinum jarðtengdum fjármálasérfræðingi á óvart að vaxtastefnan nær ekki tilætluðum árangri. Það blasir við að verðbólgan hér er að mestu drifin áfram af skorti á húsnæði og samkeppni. Hún verður varla kveðin niður með því að leggja stein í götu í byggingu húsnæðis með miklum vaxtakostnaði. Það er engu líkara en að peningastefnunefnd hafi misst allt jarðsamband. Í dag er ferðaþjónustudagurinn. Ef allt væri með felldu stæði ferðaþjónustan, sem er útflutningsgrein, í miklum blóma. En þrátt fyrir mikinn fjölda ferðamanna um allt land, grefur vaxtastefnan augljóslega undan gróskumiklum rekstrinum og kemur sömuleiðis í veg fyrir frekari fjárfestingar. Fjárfesting dagsins i dag markar lífskjör framtíðarinnar Háir vextir hvetja ekki til þess að fjármagn leiti til framtíðarávöxtunar í innviðum, húsnæðisuppbyggingu né til uppbyggingar í atvinnurekstri sem skilar ávöxtun til framtíðar. Óbreytt séríslensk vaxtastefna er komin í óefni. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar