Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2025 07:01 Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi fór Arctic circle ráðstefnan fram í Reykjavík. Þar kom ýmislegt áhugavert fram en það sem heltók mig voru nýjustu niðurstöður varðandi veltihringrásina. Það eru blikur á lofti yfir Norður-Atlantshafi. Nýjustu rannsóknir sýna að Golfstraumurinn (veltihringrásin eða AMOC), eitt af hafstraumakerfum jarðar sé í hættu. Það er þessu kerfi að þakka að Ísland er byggilegt því það flytur hlýjan sjó norður á bóginn og kaldan suður. Ef þetta kerfi stöðvast mun kólna allverulega á Íslandi. Þróunin í rannsóknum hefur verið hröð undanfarið en nú eru töluvert hærri líkur en áður voru taldar að þetta verði að veruleika. Ef við drögum verulega úr losun eru nú taldar 25% líkur á að kerfið stöðvist en ef losun heldur áfram að aukast eru 70% líkur á því. Ef við pælum aðeins í þessum líkum, þá eru þær svakalegar. Flest tryggingarfélög myndu líklega ekki tryggja mig ef 25% líkur væru á því að ég myndi lenda í lífshættulegu slysi. Ekki fjarlæg ógn Helstu vísindamenn heims í loftslagsmálum vara nú eindregið við þessari hættu og því er augljóslega þörf á hraðari minnkun útblásturs koltvísýrings í andrúmsloftið. Hrun þessa kerfis mun hafa alvarleg áhrif á loftslag og líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi og á Norðurslóðum og í raun víðar. Ískaldir vetur á Norðurslóðum auk hækkaðs sjávarborðs og breytinga í regnskógum eru dæmi um þau áhrif sem við munum sjá. Og það er málið, við munum mögulega lifa til að sjá þessar breytingar, ef ekki þá að minnsta kosti börnin okkar. Nú þegar hefur hamfarahlýnunin haft mælanleg áhrif en straumurinn hefur ekki verið minni í 1600 ár. Misheppnaður Parísarsamningur Frá því að skrifað var undir Parísarsamninginn 2015 hefur Ísland, þvert á markmið samningsins, aukið útblástur gróðurhúsalofttegunda. Við erum langt á eftir þessum markmiðum og nýlega voru sett ný, raunhæfari markmið. Þetta þurfti að gera því stjórnvöld höfðu ekki fylgt eftir þeim metnaðarfullu markmiðum sem þau höfðu sett sér. Mörg lönd hafa reyndar ekki staðið sig, sum eru talin hafa skilað of metnaðarlitlum markmiðum og nýlega drógu Bandaríkin sig út úr samningnum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Síðustu tíu ár hafa verið þau heitustu frá því að mælingar hófust. Síðustu átta ár hafa verið slegin met árlega í sjávarhita. Aldrei hefur verið minni ís á Norðurskautinu. Aldrei hefur verið minni ís á Suðurskautinu. Aukning fellibylja hefur haft gríðarleg áhrif. Nú þarf að setja loftlagsmálin aftur á oddinn. Ísland þarf að standa fyrir sameiginlegu átaki þjóða á norðurslóðum og draga verulega úr losun á næstu árum með raunverulegum aðgerðum. Einhvern veginn er eins og í öllum hörmungunum sem eiga sér stað í heiminum í dag, þá hafi fólk alveg gleymt umhverfinu. Það væri skynsamlegt að endurvekja loftslagskvíðann. Hann er líklega einn af fáum kvíðum sem væri rökrétt að þjást af í dag. Höfundur er starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar