Umfjöllun: Keflvíkingar í vænlegri stöðu eftir sigur í Njarðvík Elvar Geir Magnússon skrifar 8. apríl 2010 20:58 Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Það var mikil stemning í Njarðvík og hart barist eins og alltaf þegar þessir grannar etja kappi. Njarðvíkingar töpuðu fimm boltum snemma leiks og Keflvíkingar byrjuðu betur. Heimamenn náðu svo að skipuleggja leik sinn betur, náðu mikilvægum sóknarfráköstum en voru samt sem áður einu stigi undir eftir fyrsta leikhluta sem einkenndist af þéttum varnarleik. Í öðrum fjórðungi voru Keflvíkingar með öll tök og Gunnar Einarsson í ham. Njarðvíkingar áttu í miklum vandræðum með að skora. Þeim gekk illa að loka á þriggja stiga skot gestanna og Nick Bradford og Magnús Gunnarsson voru ekki að finna sig og þar munar um minna. Mikill hiti var í mönnum en Keflvíkingar voru með fimmtán stiga forystu í hálfleik, staðan 36-51. Þeir héldu svo uppteknum hætti eftir hlé, sýndu sparihliðarnar og mótherjar þeirra áttu engin svör. Keflavík jók forskotið enn frekar og staðan 52-77 fyrir lokafjórðunginn. Bilið var orðið of mikið til að hægt væri að brúa það og formsatriði fyrir gestina að klára leikinn. Leiknum lyktaði með 24 stiga sigri Keflavíkur sem er í ansi vænlegri stöðu. Lið Keflvíkinga var að leika virkilega vel í gær og hreinlega keyrði yfir Njarðvíkinga. Keflvíkingar eru komnir í 2-0 og geta á sunnudag tryggt sér sæti í úrslitunum. Þá mætast þessi lið í þriðja leik sínum en Njarðvíkingar hljóta að mæta dýrvitlausir til leiks enda ekki á óskalistanum að tapa 3-0 fyrir einum af erkifjendum sínum. Njarðvík-Keflavík 79-103 (21-22, 15-29, 16-26, 27-26)Njarðvík: Guðmundur Jónsson 13, Nick Bradford 13/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 13/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Egill Jónasson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 3/4 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Elías Kristjánsson 2.Keflavík: Gunnar Einarsson 26, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/8 fráköst, Draelon Burns 17/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 6/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 2/5 stoðsendingar/5 stolnir, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira