D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni 28. maí 2010 06:30 Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn langstærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þremur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkurinn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosninga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokkurinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja SjálfstæðisflokkUmtalsvert fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentustigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum, árið 2006.Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa.Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðning 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Samfylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag.Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manniFramsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.H-listi óháðra mælist með stuðning 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjálslyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinnAf þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa.Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn langstærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þremur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkurinn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosninga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokkurinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja SjálfstæðisflokkUmtalsvert fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentustigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum, árið 2006.Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa.Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðning 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Samfylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag.Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manniFramsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.H-listi óháðra mælist með stuðning 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjálslyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinnAf þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa.Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira