Kosningarnar upphafið að endalokum fjórflokksins 30. maí 2010 09:41 Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson. Kosningar 2010 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á kosningavöku ríkissjónvarpsins í gær, að hún teldi kosninganiðurstöðurnar í raun og veru upphafið að endalokum fjórflokksins. Hún sagði Samfylkinguna taka þessi skilaboð mjög alvarlega en flokknum gekk ekki mjög vel á landsvísu. „Ég held að við séum að upplifa mikil kaflaskil í íslenskri pólitík sem mun hafa mikil áhrif á hið pólitíska landslag inn í framtíðina og mér segir svo hugur að þetta sé upphafið að endalokum fjórflokkakerfisins," sagði Jóhanna. Flokkurinn tapar víða mönnum en bætir við sig í nokkrum bæjarfélögum. Jóhanna sagði ennfremur að skilaboðin væru alvarleg. Allir flokkar hlytu að taka þau til sín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagðist sáttur við sitt þrátt fyrir að flokkurinn tapaði sínum manni í Reykjavík. Þá tókst flokknum ekki að ná manni inn í Hafnarfjörð frekar en fyrri ár. Sigmundur taldi engu að síður flokkinn þrátt fyrir allt hafa unnið stórsigra um land allt. Þá hélt hann því fram að flokkurinn væri víða að fá bestu kosningar í áraraðir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn nær tveimur mönnum inn á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeim gekk hinsvegar talsvert betur á landsbyggðinni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningarnar nú mun betri fyrir sinn flokk en í síðustu kosningum, en þá miðaði hann við alþingiskosningarnar. Hann sagðist ekki líta á úrslitin í Reykjavík sem einhverskonar tap eða stóráfall en Sjálfstæðisflokkurinn missti 2 borgarfulltrúa. Hann sagði stóra áfallið hafa verið í alþingiskosningunum árið 2009. Hann benti á að það væru í raun stjórnarflokkarnir sem töpuðu mestu. Ástæðan fyrir því væri einföld, ríkisstjórnin hefur ekkert gert undanfarna mánuði að hans mati. „Vinstri sveiflan er horfin," sagði Bjarni og vísaði þá til vinstri sveiflunnar fyrir síðustu þingkosningar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, játaði að staðan í borginni væri ekki góð. Hann var þó sáttur við sinn flokk á landsvísu. Benti hann á að Vinstri grænir héldu sínum mönnum víða en flokkurinn bætti ekki við sig mörgum mönnum. Meðal annars féll annar borgarfulltrúi VG út úr borgarstjórn. Það var Þorleifur Gunnlaugsson.
Kosningar 2010 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira