Á heima á síðum Vogue 11. nóvember 2010 10:48 Katrín Ósk og Eva Katrín vöktu óskipta athygli. „Þetta var algjör draumur og yndisleg upplifun," segir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, meistaranemi í hárgreiðslu, en hún vann til silfurverðlauna í lokakeppni Wella Trend Vision-keppninnar sem fram fór í París nú um helgina. Katrín keppti við hárgreiðslufólk frá 46 þjóðlöndum. „Þetta þykir mikill heiður. Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Keppnin sjálf var svo miklu stærri en ég átti von á og allt mjög vel skipulagt." Katrín sótti innblástur í íslenska náttúru í útfærslu sinni. Liturinn og greiðslan á hári módelsins, Evu Katrínar Baldursdóttur, minnti á logandi hraun og kjóllinn á hvítar snjóbreiður. „Ég var með Eyjafjallajökul og Vatnajökul í huga. Kjóllinn er gamall brúðarkjóll sem ég keypti í vintage-verslun í Reykjavík. Ég sá einnig sjálf um förðun Evu sem var óvenjulegt en nánast allir keppendurnir voru með förðunarfræðing með sér," segir Katrín en þær stöllur vöktu óskipta athygli. „Við fengum nánast engan frið. Allir vildu taka myndir og urðu hissa að heyra að við værum frá Íslandi, bjuggust kannski ekki við að við værum mjög „trendy" hér," segir Katrín hlæjandi en hún fékk oft að heyra að útfærsla hennar ætti heima á forsíðum fagtímarita eins og Vogue. „Við vorum kallaðar „Wonderland" eða Undralandið, hárið þótti svo nýtískulegt." „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltaliðsins á Ólympíuleikunum,“ segir Ásgeir Sveinsson, umboðsaðili Wella á Íslandi. „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum, þetta er það stór og mikilvæg keppni," útskýrir Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar sem fer með umboð Wella á Íslandi. „Keppnin hefur meðal annars verið valin „Event of the year" af virtum tískublöðum eins og Vogue og það blað kennir sig ekki við allt. Katrín vann faglega og stóð sig svo frábærlega vel að það kom mörgum á óvart að hún skyldi ekki ná fyrsta sætinu." Dómarar í keppninni voru Eugene Souleiman, listrænn stjórnandi hjá Wella Professionals, Cyrill Brune, aðalstílisti hjá Wella Professionals, Olivier van Doorne, forseti dómnefndar og listrænn stjórnandi, og Rita Balestriero frá ritstjórn Vogue. Eins giltu atkvæði áhorfenda 20 prósent. Þrátt fyrir að hafa náð einum glæsilegasta árangri íslenskra þátttakenda í hárgreiðslukeppni af þessari stærðargráðu er Katrín með báða fætur á jörðinni. „Já já, ég fer ekkert á flug, held bara áfram að veita mínum viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Ég er bara rosalega ánægð með að hafa náð þessum árangri." Á heimasíðu Wella má horfa á myndskeið frá keppninni. heida@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Þetta var algjör draumur og yndisleg upplifun," segir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, meistaranemi í hárgreiðslu, en hún vann til silfurverðlauna í lokakeppni Wella Trend Vision-keppninnar sem fram fór í París nú um helgina. Katrín keppti við hárgreiðslufólk frá 46 þjóðlöndum. „Þetta þykir mikill heiður. Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Keppnin sjálf var svo miklu stærri en ég átti von á og allt mjög vel skipulagt." Katrín sótti innblástur í íslenska náttúru í útfærslu sinni. Liturinn og greiðslan á hári módelsins, Evu Katrínar Baldursdóttur, minnti á logandi hraun og kjóllinn á hvítar snjóbreiður. „Ég var með Eyjafjallajökul og Vatnajökul í huga. Kjóllinn er gamall brúðarkjóll sem ég keypti í vintage-verslun í Reykjavík. Ég sá einnig sjálf um förðun Evu sem var óvenjulegt en nánast allir keppendurnir voru með förðunarfræðing með sér," segir Katrín en þær stöllur vöktu óskipta athygli. „Við fengum nánast engan frið. Allir vildu taka myndir og urðu hissa að heyra að við værum frá Íslandi, bjuggust kannski ekki við að við værum mjög „trendy" hér," segir Katrín hlæjandi en hún fékk oft að heyra að útfærsla hennar ætti heima á forsíðum fagtímarita eins og Vogue. „Við vorum kallaðar „Wonderland" eða Undralandið, hárið þótti svo nýtískulegt." „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltaliðsins á Ólympíuleikunum,“ segir Ásgeir Sveinsson, umboðsaðili Wella á Íslandi. „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum, þetta er það stór og mikilvæg keppni," útskýrir Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar sem fer með umboð Wella á Íslandi. „Keppnin hefur meðal annars verið valin „Event of the year" af virtum tískublöðum eins og Vogue og það blað kennir sig ekki við allt. Katrín vann faglega og stóð sig svo frábærlega vel að það kom mörgum á óvart að hún skyldi ekki ná fyrsta sætinu." Dómarar í keppninni voru Eugene Souleiman, listrænn stjórnandi hjá Wella Professionals, Cyrill Brune, aðalstílisti hjá Wella Professionals, Olivier van Doorne, forseti dómnefndar og listrænn stjórnandi, og Rita Balestriero frá ritstjórn Vogue. Eins giltu atkvæði áhorfenda 20 prósent. Þrátt fyrir að hafa náð einum glæsilegasta árangri íslenskra þátttakenda í hárgreiðslukeppni af þessari stærðargráðu er Katrín með báða fætur á jörðinni. „Já já, ég fer ekkert á flug, held bara áfram að veita mínum viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Ég er bara rosalega ánægð með að hafa náð þessum árangri." Á heimasíðu Wella má horfa á myndskeið frá keppninni. heida@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira