Spennutryllir þegar Button vann 28. mars 2010 09:26 Jenson Button fagnaði fyrsta sigri með McLaren í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button á McLaren Mercedes vann spennuuþrunginn Fornúlu 1 kappakstur í Ástralíu í dag. Með útsjónarsemi sá hann við keppinautum sínum og fagnaði fyrsta sigrinum með McLaren liðinu, sem hann gekk til liðs við í vetur. Keppendur ræstu af stað á regndekkjum og var mikill atgangur í byrjun. Sebastian Vettel náði forystu á Red Bull, en það var mikill atgangur í byrjun. Vettel var fremstur á ráslínu og náði forystu, en miklar sviptinar voru fyrir aftan hann í ræsingunni. Massa skaust í annað sætið og Kubica vann sig hratt upp listann. Árekstur varð milli Fernando Alonso og Jenson Button sem skall á Michael Schumacher. Skemmdist framvængur á bíl Schumachers sem þurfti að fara á þjónustusvæðið og tapaði miklum tíma. Hann var þar með úr leik í toppbaráttunni. Button var í sjöunda sæti og tók þá ákvörðun að skipta fyrstur manna yfir á þurrdekk, en þurr lína myndaðst smám saman á rakri brautinni. keppinatuar hans fylgdu síðan í kjölfarið, en útsjónarsemi Buttons varð til þess að hann vann sér inn dýrmætan tíma. Engu að síður hélt Vettel forystunni, en Button komst úr sjöunda sæti í það annað og var í fluggír. En Vetel virtist engu að síður hafa sigurinn í hendi sér í öðru móitinu í röð, en heilladísirnar voru ekki með honum. Bremsukerfið að framan bilaði hjá Vettel og hann skautaði útaf brautinni í beygju og hætti keppni. Mikill hasar var alla keppnina um næstu sæti á eftir Button, en Kubica hélt vell eftir að hafa ekið af festu. Á meðan börðust margir ökumenn af miklu kappi frá byrjun. Lewis Hamilton og Mark Webber áttust margoft við í brautinni og tókust á við Alonso og Massa um sæti. Höfðu augastað á verðlaunasæti á lokasprettinum. En Webber keyrði á endandum á Hamilton og fór útaf brautinni, en Hamilton náði að klára, en hann haffði sýnt mjög góð tilþrif alveg frá upphafi. Webber skipti um framvæng, en vonir um glæstan árangur á heimavelli voru úr sögunni. Við óhappið komst Nico Rosberg á Mercedes í fimmta sætið á eftir Alonso og Massa sem höfðu sýnt skemmtleg tilþrif alla keppnina. En engn fékk óignað Button sem hafði veðjað á dekkjaskipti í upphaffi mótsins á hárréttum tíma. Button kom 12 sekúndum á undan Kubica í endamark. Alonso er með 37 stig í stigakeppni ökumanna, Massa 33 og Button 31. Í keppni bílasmiða er Ferrari með 70 stig og McLaren 54. Lokastaðan efstu manna. 1. Button McLaren-Mercedes 1:33:36.531 2. Kubica Renault + 12.034 3. Massa Ferrari + 14.488 4. Alonso Ferrari + 16.304 5. Rosberg Mercedes + 16.683 6. Hamilton McLaren-Mercedes + 29.898 7. Liuzzi Force India-Mercedes + 59.847 8. Barrichello Williams-Cosworth + 1:00.536 9. Webber Red Bull-Renault + 1:07.319 10. Schumacher Mercedes + 1:09.391 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren Mercedes vann spennuuþrunginn Fornúlu 1 kappakstur í Ástralíu í dag. Með útsjónarsemi sá hann við keppinautum sínum og fagnaði fyrsta sigrinum með McLaren liðinu, sem hann gekk til liðs við í vetur. Keppendur ræstu af stað á regndekkjum og var mikill atgangur í byrjun. Sebastian Vettel náði forystu á Red Bull, en það var mikill atgangur í byrjun. Vettel var fremstur á ráslínu og náði forystu, en miklar sviptinar voru fyrir aftan hann í ræsingunni. Massa skaust í annað sætið og Kubica vann sig hratt upp listann. Árekstur varð milli Fernando Alonso og Jenson Button sem skall á Michael Schumacher. Skemmdist framvængur á bíl Schumachers sem þurfti að fara á þjónustusvæðið og tapaði miklum tíma. Hann var þar með úr leik í toppbaráttunni. Button var í sjöunda sæti og tók þá ákvörðun að skipta fyrstur manna yfir á þurrdekk, en þurr lína myndaðst smám saman á rakri brautinni. keppinatuar hans fylgdu síðan í kjölfarið, en útsjónarsemi Buttons varð til þess að hann vann sér inn dýrmætan tíma. Engu að síður hélt Vettel forystunni, en Button komst úr sjöunda sæti í það annað og var í fluggír. En Vetel virtist engu að síður hafa sigurinn í hendi sér í öðru móitinu í röð, en heilladísirnar voru ekki með honum. Bremsukerfið að framan bilaði hjá Vettel og hann skautaði útaf brautinni í beygju og hætti keppni. Mikill hasar var alla keppnina um næstu sæti á eftir Button, en Kubica hélt vell eftir að hafa ekið af festu. Á meðan börðust margir ökumenn af miklu kappi frá byrjun. Lewis Hamilton og Mark Webber áttust margoft við í brautinni og tókust á við Alonso og Massa um sæti. Höfðu augastað á verðlaunasæti á lokasprettinum. En Webber keyrði á endandum á Hamilton og fór útaf brautinni, en Hamilton náði að klára, en hann haffði sýnt mjög góð tilþrif alveg frá upphafi. Webber skipti um framvæng, en vonir um glæstan árangur á heimavelli voru úr sögunni. Við óhappið komst Nico Rosberg á Mercedes í fimmta sætið á eftir Alonso og Massa sem höfðu sýnt skemmtleg tilþrif alla keppnina. En engn fékk óignað Button sem hafði veðjað á dekkjaskipti í upphaffi mótsins á hárréttum tíma. Button kom 12 sekúndum á undan Kubica í endamark. Alonso er með 37 stig í stigakeppni ökumanna, Massa 33 og Button 31. Í keppni bílasmiða er Ferrari með 70 stig og McLaren 54. Lokastaðan efstu manna. 1. Button McLaren-Mercedes 1:33:36.531 2. Kubica Renault + 12.034 3. Massa Ferrari + 14.488 4. Alonso Ferrari + 16.304 5. Rosberg Mercedes + 16.683 6. Hamilton McLaren-Mercedes + 29.898 7. Liuzzi Force India-Mercedes + 59.847 8. Barrichello Williams-Cosworth + 1:00.536 9. Webber Red Bull-Renault + 1:07.319 10. Schumacher Mercedes + 1:09.391
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira