Svartur myglusveppur étur upp heimilið Boði Logason skrifar 8. júní 2010 11:35 Margrét Andrésdóttir ásamt börnunum sínum þremur „Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið.Hélt að sveppurinn væri fúkkalykt Margrét segir að málið megi rekja aftur í febrúar 2009 þegar hún flutti inn í íbúð á vegum Sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs en varð fljótlega þess var að eitthvað var eins og það átti ekki að vera. „Ég vissi að það væri eitthvað gruggugt við íbúðina og kvartaði strax. Myglusveppur er ekki eitthvað sem þú ert að hugsa um dags daglega. Ég tengdi þetta aldrei við svepp. Ég hélt að þetta væri kannski bara fúkkalykt sem bærinn þyrfti að koma og skoða," segir Margrét en fyrri leigendur höfðu kvartað undan ástandi íbúðarinnar. Hún kvartaði til bæjarins vegna ástandsins en fékk þau svör að samkvæmt fjárhagsáætlunum bæjarins væri ekki til peningur til að laga íbúðina.Börnin mikið veik Eftir að hafa búið í íbúðinni átta mánuði fór Margrét að finna fyrir miklum veikindum. „En ég kveiki ekki á perunni strax." Hún fer í aðgerðir á spítölum vegna viðvarandi sýkinga og tekur sýklalyf í æð og margar töflur. Margrét fer til Reykjavíkur í nokkra mánuði og finnur strax að henni líður mikið betur. En hafði ekki tengt það beint við áhrifa frá sveppnum. „Svo kem ég heim í fjórtán daga í apríl og þá blossa veikindin upp aftur og þá fór maður náttúrulega að leggja saman tvo og tvo." Margrét hefur verið með undirliggjandi sjúkdóm frá árinu 2004 sem lýsir sér þannig að ónæmiskerfi hennar er óvenju veikt.Dóttirin missti allt dótið sitt Að sögn Margrétar sést sveppurinn vel um alla íbúðina. „Byggingafulltrúi sem skoðaði húsnæðið sagði að viðbyggingin væri ónýt. Og hann viðurkenndi einnig að eldhúsið væri ónýtt." Margrét segir mikið af hennar eigum vera ónýtar. „Dóttir mín missti eiginlega allt sem hún á og mikið af okkar eigum eru ónýtar. Sófar, rúm, allir bangsar, spil, jóladót, útilegudót, ég gæti lengi talið upp. Allt sem ekki er hægt að bleyta í eitri. Ég efast um að ég fái uppþvottavélina og þvottavélina til baka," segir Margrét. Fólk frá Rauða krossinum kom og heimsótti hana fyrir dögum. „Þau fundu fyrir miklum óþægindum og kunningja kona mín fann einnig fyrir miklum særindum í hálsi eftir að hafa verið í húsinu. Svo þorði blaðamaðurinn frá Austurglugganum varla að anda þarna inni. En það hefur enginn frá bænum komið nema einn starfsmaður áhaldahúss milli verkefna."Ælir kvölds og morgna „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á okkur. Börnin mín eru búin að vera í pössun síðan í janúar. Dóttir mín ældi kvölds og morgna vegna kvíða, því fyrir einni og hálfri viku vorum við heimilslaus." Fjölskyldan er nú komin inn í nýtt húsnæði sem Margrét útvegaði sjálf. „Nú er ég komin í húsnæði, bærinn fann íbúð handa mér upp á annari hæð en þau vissu að það hentaði mér ekki því ég er með ónýtt hné. Ég borga því 128 þúsund krónur á mánuði fyrir íbúðina." Hún segir sveitarfélagið lítið hafa aðstoðað sig vegna málsins. „Þeir reyna að draga þetta því þetta er rosalegt tjón sem enginn er tryggður fyrir. Ég er með vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu sem segir að þetta sé heilsuspillandi húsnæði," segir Margrét sem vonar að sveitarfélagið muni hjálpa sér og bæti henni þann skaða sem hún hefur orðið fyrir bæði heilsufarslega og fjárhagslega.Þrír stólar og plastdiskar Margrét segir að sér og börnum sínum líði miklu betur nú eftir að hafa komið sér fyrir í nýja húsnæðinu en þó vantar margt upp á. „Ég er ekki búin að fá neitt af dótinu sem á að vera hægt að þvo. Við borðum bara af pappadiskum og ég er ekki með síma, sjónvarp, dvd tæki eða Play station tölvuna hjá stráknum mínum. Þetta er svolítið eins og útilega. Við sitjum á einu borði með þrjá stóla og plastdiska. Við erum ekki með neitt, ekki einu sinni þvottavél né þurrkara. Við sváfum fyrstu nóttina á vindsæng," segir Margrét en vinir hennar hafa aðstoðað hana og keypt handa henni rúm. Bærinn hefur ekki komið til móts við hana, segir hún.Enginn asmi, sýkingar né verkir „Ég var að taka yfir 20 töflur á dag en ég er ekki að taka neitt í dag. Ég finn mikinn mun, ég er ekki eins slöpp. Þegar þú ert ekki með verki, asma eða sýkingar þá líður þér vel," segir Margrét sem lítur björtum augum á framtíðina. „Þegar maður er búin að lenda í svona miklum veikindum eins og þessum, þá er ég rosalega sátt við að fá að vera bara með börnunum mínum og nýt þess að vera með þeim," segir Margrét að lokum. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Ég er með sveppinn í blóðinu," segir Margrét Andrésdóttir, 34 ára einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Hún hefur nú þurft að yfirgefa heimili sitt eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig þar. Margrét segir sig og börnin sín hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni á því að búa í húsinu. Það var Austurglugginn sem fjallaði fyrst um málið.Hélt að sveppurinn væri fúkkalykt Margrét segir að málið megi rekja aftur í febrúar 2009 þegar hún flutti inn í íbúð á vegum Sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs en varð fljótlega þess var að eitthvað var eins og það átti ekki að vera. „Ég vissi að það væri eitthvað gruggugt við íbúðina og kvartaði strax. Myglusveppur er ekki eitthvað sem þú ert að hugsa um dags daglega. Ég tengdi þetta aldrei við svepp. Ég hélt að þetta væri kannski bara fúkkalykt sem bærinn þyrfti að koma og skoða," segir Margrét en fyrri leigendur höfðu kvartað undan ástandi íbúðarinnar. Hún kvartaði til bæjarins vegna ástandsins en fékk þau svör að samkvæmt fjárhagsáætlunum bæjarins væri ekki til peningur til að laga íbúðina.Börnin mikið veik Eftir að hafa búið í íbúðinni átta mánuði fór Margrét að finna fyrir miklum veikindum. „En ég kveiki ekki á perunni strax." Hún fer í aðgerðir á spítölum vegna viðvarandi sýkinga og tekur sýklalyf í æð og margar töflur. Margrét fer til Reykjavíkur í nokkra mánuði og finnur strax að henni líður mikið betur. En hafði ekki tengt það beint við áhrifa frá sveppnum. „Svo kem ég heim í fjórtán daga í apríl og þá blossa veikindin upp aftur og þá fór maður náttúrulega að leggja saman tvo og tvo." Margrét hefur verið með undirliggjandi sjúkdóm frá árinu 2004 sem lýsir sér þannig að ónæmiskerfi hennar er óvenju veikt.Dóttirin missti allt dótið sitt Að sögn Margrétar sést sveppurinn vel um alla íbúðina. „Byggingafulltrúi sem skoðaði húsnæðið sagði að viðbyggingin væri ónýt. Og hann viðurkenndi einnig að eldhúsið væri ónýtt." Margrét segir mikið af hennar eigum vera ónýtar. „Dóttir mín missti eiginlega allt sem hún á og mikið af okkar eigum eru ónýtar. Sófar, rúm, allir bangsar, spil, jóladót, útilegudót, ég gæti lengi talið upp. Allt sem ekki er hægt að bleyta í eitri. Ég efast um að ég fái uppþvottavélina og þvottavélina til baka," segir Margrét. Fólk frá Rauða krossinum kom og heimsótti hana fyrir dögum. „Þau fundu fyrir miklum óþægindum og kunningja kona mín fann einnig fyrir miklum særindum í hálsi eftir að hafa verið í húsinu. Svo þorði blaðamaðurinn frá Austurglugganum varla að anda þarna inni. En það hefur enginn frá bænum komið nema einn starfsmaður áhaldahúss milli verkefna."Ælir kvölds og morgna „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á okkur. Börnin mín eru búin að vera í pössun síðan í janúar. Dóttir mín ældi kvölds og morgna vegna kvíða, því fyrir einni og hálfri viku vorum við heimilslaus." Fjölskyldan er nú komin inn í nýtt húsnæði sem Margrét útvegaði sjálf. „Nú er ég komin í húsnæði, bærinn fann íbúð handa mér upp á annari hæð en þau vissu að það hentaði mér ekki því ég er með ónýtt hné. Ég borga því 128 þúsund krónur á mánuði fyrir íbúðina." Hún segir sveitarfélagið lítið hafa aðstoðað sig vegna málsins. „Þeir reyna að draga þetta því þetta er rosalegt tjón sem enginn er tryggður fyrir. Ég er með vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu sem segir að þetta sé heilsuspillandi húsnæði," segir Margrét sem vonar að sveitarfélagið muni hjálpa sér og bæti henni þann skaða sem hún hefur orðið fyrir bæði heilsufarslega og fjárhagslega.Þrír stólar og plastdiskar Margrét segir að sér og börnum sínum líði miklu betur nú eftir að hafa komið sér fyrir í nýja húsnæðinu en þó vantar margt upp á. „Ég er ekki búin að fá neitt af dótinu sem á að vera hægt að þvo. Við borðum bara af pappadiskum og ég er ekki með síma, sjónvarp, dvd tæki eða Play station tölvuna hjá stráknum mínum. Þetta er svolítið eins og útilega. Við sitjum á einu borði með þrjá stóla og plastdiska. Við erum ekki með neitt, ekki einu sinni þvottavél né þurrkara. Við sváfum fyrstu nóttina á vindsæng," segir Margrét en vinir hennar hafa aðstoðað hana og keypt handa henni rúm. Bærinn hefur ekki komið til móts við hana, segir hún.Enginn asmi, sýkingar né verkir „Ég var að taka yfir 20 töflur á dag en ég er ekki að taka neitt í dag. Ég finn mikinn mun, ég er ekki eins slöpp. Þegar þú ert ekki með verki, asma eða sýkingar þá líður þér vel," segir Margrét sem lítur björtum augum á framtíðina. „Þegar maður er búin að lenda í svona miklum veikindum eins og þessum, þá er ég rosalega sátt við að fá að vera bara með börnunum mínum og nýt þess að vera með þeim," segir Margrét að lokum.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira