Töldu stjórnmálin vera kaup kaups thorunn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 04:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gerir upp sín mál. Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón. Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón.
Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira