Alonso heillaður af Ferrari og spáir titli 3. maí 2010 13:50 Fernando Alonso spáir Ferrari meistaratitli en hann vann fyrsta mót ársins, en fjórum mótum er nú lokið og hann er í toppslagnum. Mynd: Getty Images Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu." Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso telur að brotthvarf Michael Schumachers frá Ferrari til Mercedes bjóði honum upp á meira frjálsræði í herbúðum Ferrari. Allt snerist um Schumacher þegar hann var hjá liðinu. Autosport.com greinir frá því að ítalski fjölmiðilinn Corriere della Sera hafi það eftir Alonso að hann þurfi ekki að starfa í skugga Schumachers og hann hafi því fallið fljótt inn í liðsandann hjá Ferrari. Liðið sé trúlega frjálslegra. Alonso segir að það hafi verið nokkuð óvænt þegar Schumacher ákvað að keppa á ný. "Ég var hissa á að hann mætti til keppni á ný... hann lifði rólegaheitarlífi og hafði góðan feril að baki", sagði Alonso um málið. Hann telur að Red Bull sé sterkasta liðið í dag hvað árangur í tímatökum varðar. "Red Bull er mjög hraðskreitt lið í tímatökum, en við getum náð þeim í mótunum. McLaren kann að framþróa bíla sína, eru mjög fljótir, en við erum engir grænjaxlar heldur. Í heildina litið: Ferrari er meistarlið ársins í uppsiglingu. Alonso telur gott að starfa með Ferrari, en áður var hann hjá Minardi, Renault, McLaren og svo aftur Renault. "Þetta er betra en ég átti von á. Ég gerði ráð fyrir að starfa með öflugasta liðinu, en Ferrari er líka ástríðufullt lið, í raun lífsviðhorf ef svo má segja. Ég er gagntekinn af þessari hugmyndafræði og tilfinningu."
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira