FH fagnaði sigri í Meistarakeppni KSÍ
FH vann í kvöld 1-0 sigur á Breiðablik í Meistarakeppni KSÍ þar sem ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar mætast í lokaleik undirbúningstímabilsins. Viktor Örn Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu en Jökull Elísabetarson, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald undir blálok leiksins. Blikar hafa því tapað tveimur úrslitaleikjum í röð en þeir töpuðu fyrir KR í úrslitum Lengjubikarsins nú á laugardaginn.