Ögmundur Jónasson: Leiðréttingin og lygin Ögmundur Jónasson skrifar 24. apríl 2010 10:34 Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun