Körfubolti

NBA: Níu í röð hjá Miami - Sigurganga Dallas stöðvuð

Elvar Geir Magnússon skrifar

Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat sem vann í nótt níunda leik sinn í röð. Liðið lagði þá New Orleans Hornets á heimavelli 96-84. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Wade nær að skora yfir 30 stig.

Chris Bosh var einnig í stuði en hann skoraði 23 stig og tók 11 fráköst. LeBron James var með 20 stig en ghá New Orleans var David West stigahæstur með 26 stig.

Milwaukee Bucks vann Dallas Mavericks 103-99 og stöðvaði þar með 12 leikja sigurgöngu Dallas. Brandon Jennings var með 23 stig og 10 stoðsendingar í liði Milwaukee og Andrew Bogut skoraði 21 stig. Dirk Nowitzki var með 30 stig fyrir Dallas.

Chicago Bulls vann sinn sjötta leik í röð þegar liðið lagði Indiana Pacers örugglega 92-73. Chicago lítur betur út með hverjum leik og er þetta fyrsta sex leikja sigurganga liðsins síðan 2006. Carlos Boozer skoraði 22 stig fyrir Chicago.

Öflugur varnarleikur Memphis Grizzlies færði liðinu 86-73 sigur gegn Portland Trail Blazers. Zach Randolph skoraði 25 stig og tók 20 fráköst fyrir Memphis.

Utah Jazz vann 108-95 sigur gegn Golden State Warriors. Golden State var þarna að tapa sínum tólfta leik af þrettán síðustu. Deron Williams skoraði 30 stig fyrir Utah en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hann nær þriðja tugnum.

Miami - New Orleans 96-84

Memphis - Portland 86-73

Utah - Golden State 108-95

Chicago - Indiana 92-73

Dallas - Milwaukee 99-103



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×