Verja Valskonur bikarinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 09:30 Fyrirliðarnir með bikarinn. Fréttablaðið/Arnþór Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug. „Ég held að það sé bara ein í leikmannahópnum sem hefur spilað bikarúrslitaleik áður. Þetta er nýtt fyrir okkur öllum og því er mikil spenna í liðinu," sagði Sandra Sigurðardóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Auðvitað er gott að hafa reynslu en maður spyr ekkert að því í leikslok. Ég held að það lið sem vilji þetta meira muni vinna titilinn," segir Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Stjarnan hefur komist þrisvar sinnum yfir á móti Val í tveimur leikjum liðanna í Pepsi-deild kvenna í sumar en báðum þeirra hefur lokið með jafntefli. „Við höfum ekki náð að vinna þær eða KR. Báðir leikirnir á móti þeim voru hörkuleikir. Við jöfnuðum rétt undir lokin í fyrri umferðinni og síðasti leikur var einnig hörkuleikur. Þær eru með mjög gott lið og að mínu mati ættu þær að vera aðeins ofar í töflunni," segir Katrín. „Miðað við tölfræði og stöðu í deildinni þá búast menn kannski við sigri þeirra en það er alltaf hægt að breyta tölfræðinni. Það er sóknarfæri í því að hafa allt að vinna," segir Sandra. Valsliðið hefur kynnst því bæði að tapa og vinna bikarúrslitaleik síðustu tvö ár, tapaði 0-4 fyrir KR 2008 og vann Breiðablik 5-1 í fyrra eftir framlengingu. „Það er ólíkt skemmtilegra að vinna en að tapa. Við munum gera allt til þess að vinna þennan leik. Við lærðum mikið af leiknum frá 2008. Maður er alltaf að læra og við höfum líka verið að misstíga okkur aðeins í sumar og höfum lært að því líka," sagði Katrín sem getur orðið bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum á morgun. Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug. „Ég held að það sé bara ein í leikmannahópnum sem hefur spilað bikarúrslitaleik áður. Þetta er nýtt fyrir okkur öllum og því er mikil spenna í liðinu," sagði Sandra Sigurðardóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Auðvitað er gott að hafa reynslu en maður spyr ekkert að því í leikslok. Ég held að það lið sem vilji þetta meira muni vinna titilinn," segir Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Stjarnan hefur komist þrisvar sinnum yfir á móti Val í tveimur leikjum liðanna í Pepsi-deild kvenna í sumar en báðum þeirra hefur lokið með jafntefli. „Við höfum ekki náð að vinna þær eða KR. Báðir leikirnir á móti þeim voru hörkuleikir. Við jöfnuðum rétt undir lokin í fyrri umferðinni og síðasti leikur var einnig hörkuleikur. Þær eru með mjög gott lið og að mínu mati ættu þær að vera aðeins ofar í töflunni," segir Katrín. „Miðað við tölfræði og stöðu í deildinni þá búast menn kannski við sigri þeirra en það er alltaf hægt að breyta tölfræðinni. Það er sóknarfæri í því að hafa allt að vinna," segir Sandra. Valsliðið hefur kynnst því bæði að tapa og vinna bikarúrslitaleik síðustu tvö ár, tapaði 0-4 fyrir KR 2008 og vann Breiðablik 5-1 í fyrra eftir framlengingu. „Það er ólíkt skemmtilegra að vinna en að tapa. Við munum gera allt til þess að vinna þennan leik. Við lærðum mikið af leiknum frá 2008. Maður er alltaf að læra og við höfum líka verið að misstíga okkur aðeins í sumar og höfum lært að því líka," sagði Katrín sem getur orðið bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum á morgun.
Íslenski boltinn Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira