Sport

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á pari

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.

Birgir Leifur Hafþórsson lék á pari vallar á fyrsta hringum á atvinnumóti í golfi sem fram fer á Spáni. Mótið er hluti af Hi5 atvinnumótaröðinni og eru þrír íslenskir kylfingar á meðal keppenda.

Keppnishaldið fór úr skorðum í gær vegna hvassviðris og náði aðeins hluti keppend að ljúka við fyrsta hringinn í gær. Birgir lék á 72 höggum eða pari vallar og er hann tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Birgir fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum en aðrar brautir lék hann á pari.

Arnar Snær Hákonarson er í 40.-40. sæti á 5 höggum yfir pari vallar, eða 77 höggum, og félagi hans úr GR, Þórður Rafn Gissurarson lék á 79 höggum. Hann er í 51. - 63. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×