Frambjóðendur tókust á í beinni 28. maí 2010 19:32 Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og núverandi borgarstjóri sagði í þættinum að ljóst væri að gjaldskrár borgarinnar þurfi að taka mið af verðlagshækkunum í framtíðinni. Hún minnti á að gjaldskrár hafi ekkert hækkað síðustu ár og að tekin hafi verið ákvörðun um að hækka ekkert á þessu ári. Hún segist ekki sjá þörf fyrir hækkun á því næsta heldur en óhjákvæmilegt sé að á einhverjum tímapunkti þurfi gjaldskrárnar að taka mið af verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar ræddi um aðgerðaráætlun síns flokks í atvinnumálum sem miðar að því að flýta framkvæmdum, auka viðhaldsframkvæmdir og skapa fjölbreytt störf í borginni fyrir ungt fólk. Sóley Tómasdóttir oddviti VG vill leggja meiri áherslu á að framkvæma hugmyndir starfsfólks borgarinnar. Auk þess ber að leggja aukna áherslu á viðhaldsverkefni og sérstaka gangskör þarf að gera í aðgengismálum fatlaðra. Einar Skúlason, Framsóknarflokki vill leggja áherslu á íbúðalýðræði í borginni, hann vill ekki hækka skatta og fara af fullum krafti í atvinnumálin. Þar minntist hann sérstaklega á ferðaþjónustuna og sagði nauðsynlegt að gera Reykjavík að áfangastað fyrir ferðamenn en ekki stoppustöð þeirra sem séu á leið út á land. Þegar Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins var spurður út í áherslur í atvinnumálum minntist hann á hugmyndir síns flokks um að taka í notkun alþjóðlegt hvítflibbafangelsi á Kjalarnesi. Einnig spurði hann hvort ekki væri mest um vert að styðja betur við þau fyrirtæki í borginni sem enn séu í rekstri. Frambjóðendurnir voru einnig spurðir út í framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni en þau voru flest á því að það væri ekki aðkallandi vandamál í dag. Brýnni vandamál yrði að leysa fyrst. Samvinna eftir kosningar Að lokum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í mögulega samvinnu að loknum kosningum. Hanna Birna sagði að mjög vel hafi gengið í Reykjavíkurborg og að staðan sé örugg og góð og að fólki líði vel í borginni. Að hennar mati hefur samstarf flokkanna gengið vel og sagðist hún treysta sér til þess að vinna með öllum flokkum. Dagur sagðist tilbúinn í samvinnu en að sú samvinna yrði að vera um eitthvað. Framundan væru lykilár í því verkefni að komast upp úr kreppunni og segir Dagur að Reykjavík eigi að vera í algjöru forystuverkefni í þeim efnum. Sóley sagði að samstarf yrði að snúast um málefni og að hennar sögn þarf að minna á að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi borið mesta ábyrgð á hruninu og því rugli sem verið hafi í Reykjavík á liðnu kjörtímabili. Þá sagði hún stefnuskrá sjálfstæðismanna vera þess eðlis að VG gætu ekki unnið með þeim. Einar sagði það skipta mestu máli að framsóknarmenn hafi lagt allt á borðið varðandi fjármálin í undanfara kosninganna og sagðist hann sakna þess að aðrir flokkar fylgi fordæmi þeirra í þeim efnum, heldur væru þeir sumir hverjir enn að bögglast með að gera upp kostnað við prófkjör fyrir síðustu kosningar. Hanna Birna fékk þá orðið á ný og sagði Sóley vera í gamalli pólitík, sæji allt svart eða hvítt. Hún ætti sér hinsvegar þann draum að allir flokkar geti unnið saman að stjórn borgarinnar. Jón Gnarr var að síðustu spurður um mögulega samstarfsflokka. Hann sagðist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hvern hann ætli að hringja í á sunnudaginn kemur. Það ráðist á því hvað upp úr kössunum kemur. Hinsvegar sagðist hann til í að vinna með öllu góðu fólki sem sé til í að leggja hönd á plóg. Að síðustu sagðist hann vilja gera athugasemd við orð Hönnu Birnu um að fólki líði vel í Reykjavík. Hann sagðist telja að fólki hafi þvert á móti liðið illa í borginni og verið hrætt. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Fulltrúar þeirra framboða í Reykjavík sem hafa verið að mælast með mann inni í könnunum fyrir komandi kosningar á morgun hittust í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þar var farið yfir helstu áherslur flokkanna og spáð í spilin um mögulegt samstarf að kosningum loknum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna og núverandi borgarstjóri sagði í þættinum að ljóst væri að gjaldskrár borgarinnar þurfi að taka mið af verðlagshækkunum í framtíðinni. Hún minnti á að gjaldskrár hafi ekkert hækkað síðustu ár og að tekin hafi verið ákvörðun um að hækka ekkert á þessu ári. Hún segist ekki sjá þörf fyrir hækkun á því næsta heldur en óhjákvæmilegt sé að á einhverjum tímapunkti þurfi gjaldskrárnar að taka mið af verðlagsbreytingum í þjóðfélaginu. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar ræddi um aðgerðaráætlun síns flokks í atvinnumálum sem miðar að því að flýta framkvæmdum, auka viðhaldsframkvæmdir og skapa fjölbreytt störf í borginni fyrir ungt fólk. Sóley Tómasdóttir oddviti VG vill leggja meiri áherslu á að framkvæma hugmyndir starfsfólks borgarinnar. Auk þess ber að leggja aukna áherslu á viðhaldsverkefni og sérstaka gangskör þarf að gera í aðgengismálum fatlaðra. Einar Skúlason, Framsóknarflokki vill leggja áherslu á íbúðalýðræði í borginni, hann vill ekki hækka skatta og fara af fullum krafti í atvinnumálin. Þar minntist hann sérstaklega á ferðaþjónustuna og sagði nauðsynlegt að gera Reykjavík að áfangastað fyrir ferðamenn en ekki stoppustöð þeirra sem séu á leið út á land. Þegar Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins var spurður út í áherslur í atvinnumálum minntist hann á hugmyndir síns flokks um að taka í notkun alþjóðlegt hvítflibbafangelsi á Kjalarnesi. Einnig spurði hann hvort ekki væri mest um vert að styðja betur við þau fyrirtæki í borginni sem enn séu í rekstri. Frambjóðendurnir voru einnig spurðir út í framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni en þau voru flest á því að það væri ekki aðkallandi vandamál í dag. Brýnni vandamál yrði að leysa fyrst. Samvinna eftir kosningar Að lokum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í mögulega samvinnu að loknum kosningum. Hanna Birna sagði að mjög vel hafi gengið í Reykjavíkurborg og að staðan sé örugg og góð og að fólki líði vel í borginni. Að hennar mati hefur samstarf flokkanna gengið vel og sagðist hún treysta sér til þess að vinna með öllum flokkum. Dagur sagðist tilbúinn í samvinnu en að sú samvinna yrði að vera um eitthvað. Framundan væru lykilár í því verkefni að komast upp úr kreppunni og segir Dagur að Reykjavík eigi að vera í algjöru forystuverkefni í þeim efnum. Sóley sagði að samstarf yrði að snúast um málefni og að hennar sögn þarf að minna á að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hafi borið mesta ábyrgð á hruninu og því rugli sem verið hafi í Reykjavík á liðnu kjörtímabili. Þá sagði hún stefnuskrá sjálfstæðismanna vera þess eðlis að VG gætu ekki unnið með þeim. Einar sagði það skipta mestu máli að framsóknarmenn hafi lagt allt á borðið varðandi fjármálin í undanfara kosninganna og sagðist hann sakna þess að aðrir flokkar fylgi fordæmi þeirra í þeim efnum, heldur væru þeir sumir hverjir enn að bögglast með að gera upp kostnað við prófkjör fyrir síðustu kosningar. Hanna Birna fékk þá orðið á ný og sagði Sóley vera í gamalli pólitík, sæji allt svart eða hvítt. Hún ætti sér hinsvegar þann draum að allir flokkar geti unnið saman að stjórn borgarinnar. Jón Gnarr var að síðustu spurður um mögulega samstarfsflokka. Hann sagðist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hvern hann ætli að hringja í á sunnudaginn kemur. Það ráðist á því hvað upp úr kössunum kemur. Hinsvegar sagðist hann til í að vinna með öllu góðu fólki sem sé til í að leggja hönd á plóg. Að síðustu sagðist hann vilja gera athugasemd við orð Hönnu Birnu um að fólki líði vel í Reykjavík. Hann sagðist telja að fólki hafi þvert á móti liðið illa í borginni og verið hrætt.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira