Keflvíkingar á EM í Futsal í dag - Vitum ekkert hvað við erum að fara út í Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 07:15 Fréttablaðið/Daníel „Við höfum ekkert æft enda verið að einbeita okkur að Pepsi-deildinni og við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," segir Guðmundur Steinarsson, Keflvíkingur. Hann er einn af fjórtán liðsmönnum sem taka þátt í Evrópumótinu í Futsal sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Þar er keppt í innanhússknattspyrnu, fimm eru í liði og ótakmarkaðar skiptingar eru leyfðar. Þá er boltinn minni og þyngri en venjulegur fótbolti. „Þetta snýst mikið um leikskilning, tækni og menn þurfa að vera klókir. Snerpa hjálpar líka. Þetta er ekkert brjálæðislega frábrugðið því að spila venjulega knattspyrnu. Við erum meðal annars með gamla jálkinn Zoran Ljubicic í liðinu, hann kann þetta alveg. Þetta snýst um það." Hann segir að liðið, sem varð Íslandsmeistari árið 2010, ætli að æfa tvisvar fyrir fyrsta leik í dag og það hefur þegar aflað sér upplýsinga um andstæðingana. Tvö íslensk lið, Víðir úr Garði og Hvöt frá Blönduósi hafa tekið þátt í EM í Futsal en ekki unnið leik. „Mig langar ógeðslega að vinna einn leik, að ná Evrópusigri," segir Guðmundur en andstæðingar Keflvíkinga eru mjög sterkir. Þeir koma frá Hollandi, Frakklandi og Svíþjóð. „Það þarf aðeins að koma Futsal betur á kortið. Ef menn setja aðeins meiri metnað í þetta getur þetta boðið upp á helling. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki með til að byrja með en eftir að ég byrjaði fannst mér þetta mjög gaman. Ef við náum einhverjum árangri gæti þetta líka stækkað aðeins," sagði Guðmundur. Fyrsti leikur liðsins er klukkan 17.30 í dag, hálftíma áður en bikarúrslitaleikur KR og FH fer fram. „Sá leikur var færður, hann átti að vera klukkan tvö. Það eru auðvitað ekki komnir fastir leikdagar eða neitt slíkt hjá KSÍ með Futsal. En ég hvet alla til að mæta í hlýjuna á Ásvöllum í stað þess að húka í kuldanum á Laugardalsvelli," sagði Guðmundur léttur. Keflavík leikur klukkan 17.30 í dag, á morgun og á þriðjudaginn. Aðeins 500 krónur kostar inn á hvern leik eða 1.000 á alla þrjá. Íslenski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Við höfum ekkert æft enda verið að einbeita okkur að Pepsi-deildinni og við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," segir Guðmundur Steinarsson, Keflvíkingur. Hann er einn af fjórtán liðsmönnum sem taka þátt í Evrópumótinu í Futsal sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Þar er keppt í innanhússknattspyrnu, fimm eru í liði og ótakmarkaðar skiptingar eru leyfðar. Þá er boltinn minni og þyngri en venjulegur fótbolti. „Þetta snýst mikið um leikskilning, tækni og menn þurfa að vera klókir. Snerpa hjálpar líka. Þetta er ekkert brjálæðislega frábrugðið því að spila venjulega knattspyrnu. Við erum meðal annars með gamla jálkinn Zoran Ljubicic í liðinu, hann kann þetta alveg. Þetta snýst um það." Hann segir að liðið, sem varð Íslandsmeistari árið 2010, ætli að æfa tvisvar fyrir fyrsta leik í dag og það hefur þegar aflað sér upplýsinga um andstæðingana. Tvö íslensk lið, Víðir úr Garði og Hvöt frá Blönduósi hafa tekið þátt í EM í Futsal en ekki unnið leik. „Mig langar ógeðslega að vinna einn leik, að ná Evrópusigri," segir Guðmundur en andstæðingar Keflvíkinga eru mjög sterkir. Þeir koma frá Hollandi, Frakklandi og Svíþjóð. „Það þarf aðeins að koma Futsal betur á kortið. Ef menn setja aðeins meiri metnað í þetta getur þetta boðið upp á helling. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki með til að byrja með en eftir að ég byrjaði fannst mér þetta mjög gaman. Ef við náum einhverjum árangri gæti þetta líka stækkað aðeins," sagði Guðmundur. Fyrsti leikur liðsins er klukkan 17.30 í dag, hálftíma áður en bikarúrslitaleikur KR og FH fer fram. „Sá leikur var færður, hann átti að vera klukkan tvö. Það eru auðvitað ekki komnir fastir leikdagar eða neitt slíkt hjá KSÍ með Futsal. En ég hvet alla til að mæta í hlýjuna á Ásvöllum í stað þess að húka í kuldanum á Laugardalsvelli," sagði Guðmundur léttur. Keflavík leikur klukkan 17.30 í dag, á morgun og á þriðjudaginn. Aðeins 500 krónur kostar inn á hvern leik eða 1.000 á alla þrjá.
Íslenski boltinn Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira