Óð út í beljandi Krossá og bjargaði ferðamönnum 9. ágúst 2010 00:01 Ásmundur fór tvisvar út í strauminn til að bjarga ferðamönnunum. Myndir/Særós Sigþórsdóttir Tvítugur björgunarsveitarmaður, Ásmundur Þór Kristmundsson, drýgði hetjudáð í gær þegar hann óð út í Krossá í Þórsmörk til þess að bjarga tveimur frönskum ferðamönnum sem höfðu fest í lítilli bifreið í ánni. Ásmundur festi sig í reipi sem hann batt við bíl á árbakkanum og óð út í ána. Síðan tók hann á karlinum í bílstjórasæti bifreiðarinnar og bar út í ána. Ferðamenn sem voru á árbakkanum drógu mennina svo í land en Ásmundur fór á kaf og var nærri því að drukkna. Í losti og hríðskjálfandi stakk hann sér svo aftur út í ána og náði í konuna sem enn var í bifreiðinni. Þegar þau höfðu verið dregin að árbakkanum tókst honum að kasta konunni upp á bakkann en féll sjálfur út í ána þar sem hann lá í nokkrar sekúndur áður en hann var dreginn upp og hneig svo hálf meðvitundarlaus niður á árbakkann. „Þetta var fáránleg upplifun," sagði Ásmundur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég er enn þá bara að átta mig á hlutunum." Spurður um hvernig þetta bar að sagði Ásmundur: „Ég og kærastan mín vorum að labba í átt að Húsadal þegar við hittum ferðamenn sem voru öskrandi og á hlaupum í átt að Krossá. Við vorum ekki alveg með á nótunum þannig að við eltum bara fólkið að ánni. Þá sáum við lítinn Suzuki-bíl fljótandi í ánni og hann flaut þarna einhver hundruð metra áður en hann festist. Ég stóð síðan þarna á árbakkanum merktur Landsbjörg og fannst ég ekki geta annað en hjálpað. Ég batt þá reipi utan um mig og festi við bíl sem var þarna og óð út í ána," segir Ásmundur. Ásmundur hafði nokkurn veginn jafnað sig um tíuleytið í gærkvöldi og kvað Frakkana vera í losti en himinlifandi með björgunina.- mþl Ásmundur Þór Kristmundsson fór tvisvar út í hina straumhörðu Krossá til að bjarga frönskum ferðamönnum úr háska.Barist við strauminn.Áin var sérlega vatnsmikil eftir mikla rigningu síðustu daga.Um tíma hélt Ásmundur að hann væri að drukkna.Myndir/Særós Sigþórsdóttir.Suzuki-bíll ferðamannanna flaut nokkur hundruð metra áður en hann festist.Þegar ferðamönnunum hafði verið bjargað var beðið eftir kranabíl sem dró bílinn úr ánni. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Tvítugur björgunarsveitarmaður, Ásmundur Þór Kristmundsson, drýgði hetjudáð í gær þegar hann óð út í Krossá í Þórsmörk til þess að bjarga tveimur frönskum ferðamönnum sem höfðu fest í lítilli bifreið í ánni. Ásmundur festi sig í reipi sem hann batt við bíl á árbakkanum og óð út í ána. Síðan tók hann á karlinum í bílstjórasæti bifreiðarinnar og bar út í ána. Ferðamenn sem voru á árbakkanum drógu mennina svo í land en Ásmundur fór á kaf og var nærri því að drukkna. Í losti og hríðskjálfandi stakk hann sér svo aftur út í ána og náði í konuna sem enn var í bifreiðinni. Þegar þau höfðu verið dregin að árbakkanum tókst honum að kasta konunni upp á bakkann en féll sjálfur út í ána þar sem hann lá í nokkrar sekúndur áður en hann var dreginn upp og hneig svo hálf meðvitundarlaus niður á árbakkann. „Þetta var fáránleg upplifun," sagði Ásmundur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég er enn þá bara að átta mig á hlutunum." Spurður um hvernig þetta bar að sagði Ásmundur: „Ég og kærastan mín vorum að labba í átt að Húsadal þegar við hittum ferðamenn sem voru öskrandi og á hlaupum í átt að Krossá. Við vorum ekki alveg með á nótunum þannig að við eltum bara fólkið að ánni. Þá sáum við lítinn Suzuki-bíl fljótandi í ánni og hann flaut þarna einhver hundruð metra áður en hann festist. Ég stóð síðan þarna á árbakkanum merktur Landsbjörg og fannst ég ekki geta annað en hjálpað. Ég batt þá reipi utan um mig og festi við bíl sem var þarna og óð út í ána," segir Ásmundur. Ásmundur hafði nokkurn veginn jafnað sig um tíuleytið í gærkvöldi og kvað Frakkana vera í losti en himinlifandi með björgunina.- mþl Ásmundur Þór Kristmundsson fór tvisvar út í hina straumhörðu Krossá til að bjarga frönskum ferðamönnum úr háska.Barist við strauminn.Áin var sérlega vatnsmikil eftir mikla rigningu síðustu daga.Um tíma hélt Ásmundur að hann væri að drukkna.Myndir/Særós Sigþórsdóttir.Suzuki-bíll ferðamannanna flaut nokkur hundruð metra áður en hann festist.Þegar ferðamönnunum hafði verið bjargað var beðið eftir kranabíl sem dró bílinn úr ánni.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira