Körfubolti

Charmaine Clark til Grindavíkur: Góður staður til að blómstra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charmaine Clark tekur stöðu Michelle Devault sem lék með Grindavík í fyrra.
Charmaine Clark tekur stöðu Michelle Devault sem lék með Grindavík í fyrra.
Kvennalið Grindavíkur hefur styrkt sig með bandarísku stelpunni Charmaine Clark sem lauk námi við University of Miami síðasta vor. Clark er mætt til landsins og spilar sinn fyrsta leik í kvöld þegar Grindavík tekur á móti nýliðum Fjölnis í Röstinni í fyrstu umferð Iceland Express deildar kvenna. þetta kom fyrst fram á karfan.is.

Charmaine Clark var í viðtali á heimasíðu University of Miami þar sem hún talaði meðal annars um Íslandsförina. Clark segist búast við að spila ás, tvist og þrist í Grindavíkurliðinu sem hefur orðið fyrir miklum missi í þessum stöðum frá síðasta tímabili.

„Umboðsmanninum mínum fannst þetta passa vel fyrir mig. Hún sá mig spila allt síðasta tímabil og taldi að ég ætti að geta gert góða hluti á Íslandi. Þetta ætti að vera góður staður fyrir mig að blómstra og gott tækifæri fyrir mig að sýna mig í evrópska körfuboltanum. Það gæti síðan hjálpað mér að komast að í sterkari deild í Evríopu," sagði Charmaine Clark í viðtalinu við heimasíðuna.

Charmaine Clark var með 6,9 stig, 4,1 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á lokaári sínu með Lady Tigers en hún hitti þar úr 34,3 prósemt skotasinna og 65,6 prósent vítanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×