Handbolti

Framkonur drógust á móti liði frá Makedóníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framliðið hefur staðið sig frábærlega í Evrópukeppninni í vetur.
Framliðið hefur staðið sig frábærlega í Evrópukeppninni í vetur. Mynd/Vilhelm
Kvennalið Fram lenti á móti HC Metalurg frá Makedóníu þegar dregið var í átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í morgun.

Framliðið gat líka lent á móti liðum frá Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Úkraínu og Þýskalandi (tvö lið).

HC Metalurg sló út Slovan Duslo Sala frá Slóvakíu í síðustu umferð, vann þá seinni leikinn með einu marki á útivelli eftir að liðin höfðu gert jafntefli í Makedóníu.

Framliðið sló út RK Tresnjevka frá Króatíu í 16 liða úrslitum og vann Anadolu University S.C. frá Tyrklandi í 32 liða úrsltitum. Liðið er búið að vinna alla fjóra Evrópuleiki sína á tímabilinu.



Átta liða úrslit Áskorendakeppni kvenna:


Bizztravel Dalfsen (Hollandi) - Vistal Laczpol Gdynia (Póllandi)

Buxtehuder Sportverein (Þýskalandi) - E.S Besancon Feminin (Frakklandi)

Podatkova-Istil (Úkraínu) - Frisch Auf Göppingen (Þýskalandi)

Fram-HC Metalurg (Makedóníu)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×