Innlent

Enn bjarga skörðin - flóðið nær hámarki

Fólk fylgist með flóðinu sem hækkar hægt og rólega.
Fólk fylgist með flóðinu sem hækkar hægt og rólega.

Hlaupið er búið að ná að þjóðveginum og það er töluvert rennsli í gegnum skörðin sem voru rofin í veginn fyrsta daginn af Guðjóni Sveinssyni gröfumanni.

Mikið straumur fer í gegnum þau skörð núna að sögn Andra Ólafssonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem er á vettvangi.

„Það er töluvert minna í þessu en í gær," sagði Andri en hann varð einnig vitni að því þegar flóðið féll niður í Markarfljót í hádeginu í gær. Hann lýsir flóðinu sem spýju sem vellur áfram.

Aðspurður hvort hann viti um stöðu varnagarðanna segist Andri hafa heyrt að varnagarðarnir í Fljótshlíð hafi gefið sig.

Andri segir ekki mikinn ofsa í flóðinu, „þetta hækkar hægt og rólega. Við erum búnir að fylgjast með þessu í 40 mínútur."

Markarfljótsbrúin stendur óskemmd enn þá.

Rýmingu er lokið og gekk vel samkvæmt sýslumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×