Hélt að konan væri frá Suður-Ameríku 16. apríl 2010 06:00 „Nú skilur maður loksins hvað orðið móðuharðindi þýðir," segir Haukur Snorrason, ferðabóndi í Hrífunesi í Skaftártungu. Haukur og kona hans, Hadda Björk Gísladóttir, sem hafa síðan í fyrra rekið ferðaþjónustu á bænum í hjáverkum, voru komin að Hrífunesi á miðvikudag og ætluðu að verja einum degi í viðhald á húsinu og snúa svo heim. Ferðin varð hins vegar lengri en til stóð. „Við vorum að grilla þegar við sáum koma svart ský í áttina að bænum," segir Hadda. „Svo bara dimmdi. Það var komið kolniðamyrkur klukkan hálf átta." Ekki hafi séð til sólar og aska hafi þakið allt. „Það var komið myrkur hjá okkur tveimur tímum fyrr en í Hveragerði," bætir Haukur við og skellir upp úr. „Ég hélt að konan væri frá Suður-Ameríku þegar hún kom inn með grillpinnana," segir hann. „En svo var þetta bara sama konan." Hjónin voru innlyksa austan Markarfljóts ásamt nokkrum iðnaðarmönnum þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði og höfðu verið frá því að vegurinn við Markarfljótsbrúna var rofinn um miðjan dag á miðvikudag. Þá stefndi þó í að þau kæmust heim daginn eftir. Haukur segir að túnin við bæinn hafi verið orðin grá af ösku í gærmorgun en vindurinn hafi síðan feykt stórum hluta af henni í burtu aftur. Hjónin sjá ekki fram á nokkurt tjón, að því gefnu að öskufallið á þessum slóðum verði ekki mikið meira. stigur@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Nú skilur maður loksins hvað orðið móðuharðindi þýðir," segir Haukur Snorrason, ferðabóndi í Hrífunesi í Skaftártungu. Haukur og kona hans, Hadda Björk Gísladóttir, sem hafa síðan í fyrra rekið ferðaþjónustu á bænum í hjáverkum, voru komin að Hrífunesi á miðvikudag og ætluðu að verja einum degi í viðhald á húsinu og snúa svo heim. Ferðin varð hins vegar lengri en til stóð. „Við vorum að grilla þegar við sáum koma svart ský í áttina að bænum," segir Hadda. „Svo bara dimmdi. Það var komið kolniðamyrkur klukkan hálf átta." Ekki hafi séð til sólar og aska hafi þakið allt. „Það var komið myrkur hjá okkur tveimur tímum fyrr en í Hveragerði," bætir Haukur við og skellir upp úr. „Ég hélt að konan væri frá Suður-Ameríku þegar hún kom inn með grillpinnana," segir hann. „En svo var þetta bara sama konan." Hjónin voru innlyksa austan Markarfljóts ásamt nokkrum iðnaðarmönnum þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði og höfðu verið frá því að vegurinn við Markarfljótsbrúna var rofinn um miðjan dag á miðvikudag. Þá stefndi þó í að þau kæmust heim daginn eftir. Haukur segir að túnin við bæinn hafi verið orðin grá af ösku í gærmorgun en vindurinn hafi síðan feykt stórum hluta af henni í burtu aftur. Hjónin sjá ekki fram á nokkurt tjón, að því gefnu að öskufallið á þessum slóðum verði ekki mikið meira. stigur@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira