Webber: Frábært að vera fremstur 15. maí 2010 14:40 Fremstu menn á ráslínu, Sebastian Vettel, Mark Webber og Robert Kubica. Mynd: Getty Images Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. "Það er frábært að vera á ráspól og liðið hefur unnið góða vinnu. Ráspóll í hverjum móti er gott fyrir okkur, liðið og Renault. Þetta eru hagstæð úrslit sem við verðum að nýta okkur á morgun", sagði Webber eftir keppni, samkvæmt frétt autosport.com. "Við sáum hvað henti Fernando Alonso og við verðum að fullnýta það", sagði Webber, en Alonso komst ekki í tímatökuna eftir árekstur á æfingu og ræsir af þjónustusvæðinu í 24. sæti. Webber vann síðustu keppni og er til alls líklegur. "Bíll var hrein unun að keyra og stráknir hafa unnið sitt verk vel, þetta er liðsheild. Það eru Renault vélar í bílum í fremstu röð og hjartað slær hratt. Maður verður að vera nákvæmur við stýrið og ég er sáttur við mína stöðu." "Ég mun vakna glaður í bragði á morgun, en keppnin er löng og brautin þröng og erfið vegna umferðar og hægfara bíla. Ég er bjartsýnn á góða keppni og liðið hefur fært okkur tækifæri til árangurs. En við fáum samkeppni", sagði Webber. Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. "Það er frábært að vera á ráspól og liðið hefur unnið góða vinnu. Ráspóll í hverjum móti er gott fyrir okkur, liðið og Renault. Þetta eru hagstæð úrslit sem við verðum að nýta okkur á morgun", sagði Webber eftir keppni, samkvæmt frétt autosport.com. "Við sáum hvað henti Fernando Alonso og við verðum að fullnýta það", sagði Webber, en Alonso komst ekki í tímatökuna eftir árekstur á æfingu og ræsir af þjónustusvæðinu í 24. sæti. Webber vann síðustu keppni og er til alls líklegur. "Bíll var hrein unun að keyra og stráknir hafa unnið sitt verk vel, þetta er liðsheild. Það eru Renault vélar í bílum í fremstu röð og hjartað slær hratt. Maður verður að vera nákvæmur við stýrið og ég er sáttur við mína stöðu." "Ég mun vakna glaður í bragði á morgun, en keppnin er löng og brautin þröng og erfið vegna umferðar og hægfara bíla. Ég er bjartsýnn á góða keppni og liðið hefur fært okkur tækifæri til árangurs. En við fáum samkeppni", sagði Webber.
Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira