Opinber ástleitni Atli Fannar Bjarkason skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Fátt er meira gefandi en að detta í safaríkan sleik. Athöfnin er flókin, en á sama tíma ofureinföld og frumstæð. Flestir hófu að þróa tæknina sem hormónasturlaðir unglingar, en fæsta grunaði að athöfnin gæti verið eins margslungin og hún er. Ég lærði til dæmis snemma að ef það er hægt að líkja aðferðinni við hrærivél, loftpressu eða ryksugu er maður á villigötum. En sleikurinn á sér myrkar hliðar. Þörfin tekur sig nefnilega stundum upp á almannafæri, en þá neyðast viðstaddir til að horfa upp á opinberan forleik án þess að geta nokkuð að gert. Varnarleysið er algjört og margir hafa líkt aðferðum para sem fremja slík myrkraverk við pyntingaraðferðir Rauðu khmeranna. Fjölmargar tegundir af opinberri ástleitni eru þekktar og eru þær hver annarri ógeðslegri; leikhússleikurinn er aðeins til þess fallinn að draga athygli leikhúsgesta frá verkinu og gera upplifun þeirra óþægilega. Matarboðssleikurinn getur gert safaríkustu nautasteik seiga svo ég tali nú ekki um göngutúrssleikinn sem er beinlínis hættulegur, enda lokar flest fólk augunum á meðan það kyssist. Flugvélasleikurinn er ógeðfelldasta tegund opinberrar ástleitni sem til er. Lendi maður við hliðina á pari sem hagar sér eins og graðir unglingar á grunnskólaballi er engin undankomuleið. Maður svífur óskiljanlega (ég er ekki verkfræðingur) í 20.000 feta hæð, tjóðraður niður í allt of þröngt sætið og þrátt fyrir að hljóðhimnurnar séu komnar að því að springa heyrir maður sleftaumana blandast saman í hrærivél frygðarinnar. Allra verst er þegar atlotin stökkbreytast í forleik sem enginn á skilið að verða vitni að. Sérstaklega ekki í flugvélum, eða dauðahólki eins og ég kýs að kalla þær. Af öllum tegundum opinberrar ástleitni er skemmtistaðasleikurinn sá ásættanlegasti. Það er að vissu leyti skiljanlegt enda eru líkurnar á því að detta í sleik yfirgnæfandi þegar fólk ráfar örvinglað af áfengisvímu um sódómíska skemmtistaði. Það er auðvelt að fyrirgefa þegar maður er í sama ástandi og gerendurnir, en hvers eiga þeir sem eru edrú að gjalda? Ég dáist að fólki sem drekkur ekki, en vorkenni því á sama tíma. Undankomuleiðirnar eru nefnilega fáar þegar sleforgían hefst upp úr korter í þrjú. Blygðunarkennd mín er ekki auðveldlega særð, en fólk sem hagar daglegu lífi sínu eins og það sé á þjóðhátíð í Eyjum ætti að vera sektað - rétt eins og þeir sem míga utan í veggi og keyra yfir á rauðu ljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun
Fátt er meira gefandi en að detta í safaríkan sleik. Athöfnin er flókin, en á sama tíma ofureinföld og frumstæð. Flestir hófu að þróa tæknina sem hormónasturlaðir unglingar, en fæsta grunaði að athöfnin gæti verið eins margslungin og hún er. Ég lærði til dæmis snemma að ef það er hægt að líkja aðferðinni við hrærivél, loftpressu eða ryksugu er maður á villigötum. En sleikurinn á sér myrkar hliðar. Þörfin tekur sig nefnilega stundum upp á almannafæri, en þá neyðast viðstaddir til að horfa upp á opinberan forleik án þess að geta nokkuð að gert. Varnarleysið er algjört og margir hafa líkt aðferðum para sem fremja slík myrkraverk við pyntingaraðferðir Rauðu khmeranna. Fjölmargar tegundir af opinberri ástleitni eru þekktar og eru þær hver annarri ógeðslegri; leikhússleikurinn er aðeins til þess fallinn að draga athygli leikhúsgesta frá verkinu og gera upplifun þeirra óþægilega. Matarboðssleikurinn getur gert safaríkustu nautasteik seiga svo ég tali nú ekki um göngutúrssleikinn sem er beinlínis hættulegur, enda lokar flest fólk augunum á meðan það kyssist. Flugvélasleikurinn er ógeðfelldasta tegund opinberrar ástleitni sem til er. Lendi maður við hliðina á pari sem hagar sér eins og graðir unglingar á grunnskólaballi er engin undankomuleið. Maður svífur óskiljanlega (ég er ekki verkfræðingur) í 20.000 feta hæð, tjóðraður niður í allt of þröngt sætið og þrátt fyrir að hljóðhimnurnar séu komnar að því að springa heyrir maður sleftaumana blandast saman í hrærivél frygðarinnar. Allra verst er þegar atlotin stökkbreytast í forleik sem enginn á skilið að verða vitni að. Sérstaklega ekki í flugvélum, eða dauðahólki eins og ég kýs að kalla þær. Af öllum tegundum opinberrar ástleitni er skemmtistaðasleikurinn sá ásættanlegasti. Það er að vissu leyti skiljanlegt enda eru líkurnar á því að detta í sleik yfirgnæfandi þegar fólk ráfar örvinglað af áfengisvímu um sódómíska skemmtistaði. Það er auðvelt að fyrirgefa þegar maður er í sama ástandi og gerendurnir, en hvers eiga þeir sem eru edrú að gjalda? Ég dáist að fólki sem drekkur ekki, en vorkenni því á sama tíma. Undankomuleiðirnar eru nefnilega fáar þegar sleforgían hefst upp úr korter í þrjú. Blygðunarkennd mín er ekki auðveldlega særð, en fólk sem hagar daglegu lífi sínu eins og það sé á þjóðhátíð í Eyjum ætti að vera sektað - rétt eins og þeir sem míga utan í veggi og keyra yfir á rauðu ljósi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun