Kappar í titilslagnum allir í vandræðum 3. apríl 2010 11:34 Jenson Button er aftarlega á ráslínu eftir að veðrið lék hann og fleiri toppökumenn grátt. Mynd: Getty Images Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button sem ásamt fleirum fór heldur seint inn á brautina í tímatöku þar sem vatnsflaumur eftir rignignar sett mark sitt á árangur keppenda. Button er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. Staðan í stigamótnu er sú að Alonso er með 37 stig, Massa 33 og Button 31. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu hefst kl. 07.30 á sunnudagsmorgun. Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button sem ásamt fleirum fór heldur seint inn á brautina í tímatöku þar sem vatnsflaumur eftir rignignar sett mark sitt á árangur keppenda. Button er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. Staðan í stigamótnu er sú að Alonso er með 37 stig, Massa 33 og Button 31. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu hefst kl. 07.30 á sunnudagsmorgun.
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira