David Beckham hefur ekki spilað fótbolta í nokkra mánuði vegna meiðsla og missti meðal annars af HM vegna meiðslanna.
Hann er þó allur að koma til og var mættur á sparkvöll með sonum sínum þar sem þeir spiluðu fótbolta saman.
Beckham gat eitthvað beitt sér á vellinum sem eru ánægjuleg tíðindi fyrir lið hans, LA Galaxy.
Hægt er að sjá myndir af Beckham í fótbolta með strákunum hér.